Hindberja- og lakkrís ostakaka

Mæli eindregið með þessari dásemd! 


*** 

Ég á það mjög oft til að dagdreyma um mat og oft fæ ég hugmyndir í kollinn að mat eða kökum/eftirréttum sem ég verð að prófa. Ég hafði séð fyrr í vetur súkkulaðiköku með hindberjum og lakkrís og mig langaði að prófa að gera þannig ostaköku. Sem lakkrísbragð þá notaði ég turkish pepper brjóstsykur og muldi hann í mortéli og sigtaði hann þannig að eftir varð mjög fínt duft. Hér kemur uppskriftin:
Botn
2 bollar haframjöl
2 bollar fínt spelt eða hveiti
200 gr. smjör
1 bolli púðursykur (ég notaði sukrin)
1 tsk. matarsódi
1 tsk. vínsteinslyftiduft
1 msk. kakóduft 
Þessu er öllu blandað saman og smurt í eldfast mót með sleif. Bakið við 180°c í ca. 15-20 mínútur. 
Fylling

3 dl. rjómi
400 gr. rjómaostur
2 vanillustangir
100 gr. sykur
50 gr. flórsykur
200 gr. hindber (frosin sem er búið að þýða) 
4 blöð af matarlími
Ca. 20 stk. turkish pepper brjóstsykursmolar
Byrjið á að setja matarlímsblöðin i kalt vatn og leyfið þeim aðeins að liggja þar. Á meðan setjið þið rjóma í pott, skrapið vanilluna úr stöngunum og hrærið saman við ásamt sykrinum (geymið flórsykurinn). Þegar búið er að hræra þessu öllu saman þá takið þið matarlímið upp úr kalda vatninu og bætið út í rjómablönduna, hrærið rösklega saman við þangað til matarlímið hefur verið leyst upp.  Setjið þetta aðeins til hliðar og leyfið að kólna. Á meðan setjið þið 400 gr. rjómaost í hrærivélina ásamt flórsykrinum, brjóstsykrinum og að lokum rjómablöndunni og hindberjunum. Hellið þessu út á botninn í eldfasta mótinu og setjið svo inn í ísskáp í tvo tíma. 
Endilega prófið þessa, hún er mjög einföld og rosalega góð! Elska bragðið af sterka brjóstsykrinum saman við hindberin.  
Ég ætla að bjóða vinkonum mínum upp á afganga af þessari köku seinna í dag 😉 
Nú vill Jón Ómar ólmur ryksuga þannig að ég verð að hætta.. Heyrumst! 
Advertisements

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s