Út að hlaupa

Í hlaupagallanum 
***
Ein af ástæðunum fyrir því að ég elska Sarasota og myndi ekki vilja vera í Orlando aftur, er sú að það er svo yndislegt að hlaupa þar og labba um. Í lokuðum hverfum í Orlando líður mér smá eins og ég sé stödd í Truman Show þar sem allt er eins. Ég er meira fyrir Evrópu heldur en Bandaríkin og Sarasota er meira í stíl við Evrópu, þar sem maður getur t.d. labbað og er ekki fastur í bíl alltaf.
Ég fór að hlaupa ca. 3 í viku og það var yndislegt. Undir lokin var ég farin að heilsa sama gamla manninum sem fór greinilega í kraftgöngur á svipuðum tíma og ég. Svo voru þrír mexikanar á vinnubíl sem voru greinilega að vinna í nágrenninu og voru orðnir mjög vinalegir. Það er líka annað sem er kostur við Siesta Key í Sarasota, það eru allir svo vinalegir og maður finnur ekki fyrir óöryggi.
Ólíkt mörgum fyrri jólum þá bætti ég ekki á mig, heldur náði að bæta hlaupaformið. Núna er bara að halda því áfram. Ég sé mig samt ekki fyrir mér hlaupa úti á þessum drápshálu göngustéttum, það verður að bíða aðeins.

One thought on “Út að hlaupa

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s