Sunnudagur

Fyrsti kvöldmaturinn heima í rúmar þrjár vikur
***
Einn af uppáhaldsrétti (allra) í fjölskyldunni er pasta með góðri kjötsósu og parmesan, fljótlegt og gott. Ég smakka mig áfram og krydda vel, mikið af timian og herbs de provence kryddinu frá Pottagöldrum, hvítur pipar og lárviðarlauf. Þessi krydd áttu sviðið í kvöld en rétturinn er aldrei alveg eins, stundum finnst mér líka gott að setja karrý í kjötið og stundum einhvers konar baunir, þá þarf heldur ekki eins mikið kjöt. Jón Ómar elskar svona hakk og ég auðvitað elska að gefa honum að borða þegar hann borðar vel, sem hann gerir oftast.
Á morgun tekur alvaran við eftir yndislegt frí sem við erum svo ánægð með. Jón Ómar hefur þroskast svo mikið í þessu fríi að dagmamman mun örugglega sjá mikinn mun á honum í fyrramálið. Hann er farinn að nánast hlaupa um og tjá sig svo miklu meira. 
Tímamismunurinn er aðeins að fara með fjölskylduna. Við sváfum frá 21.00- 10.30 síðustu nótt og núna klukkan 23 var litli pilturinn loksins að sofna. Hann verður hress í fyrramálið hjá dagmömmunni sinni.
Ég þarf víst að fara að byrja á masters ritgerðinni minni, er það ekki bara piece of cake? ehhh….. 
Heyrumst á morgun! 

Advertisements

2 thoughts on “Sunnudagur

  1. Mamma says:

    Flott hjá þér elskan og sérstaklega flottir diskarnir hjá ykkur 🙂 Knús á þig

  2. hróðný og ET says:

    gott að vita af ykkur heima 🙂 æi bara betra að hafa ykkur nær (eruð nú samt allt of langt í burtu frá okkur).
    og já, flottir diskarnir!

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s