Aðfangadagur

***
Það var ekki margt í gærdag sem minnti á jólin, við Jón Ómar fórum í göngutúr niður í bæ í glampandi sól og blíðu, við lögðum okkur og tókum því rólega og ég horfði á Doc Martin með hvítvínsglas í annarri. Ef ykkur finnst ég hljóma eins og níræð kona þá get ég látið ykkur vita að ég tók líka með mér krosssaum hingað út sem ég hef verið að dunda mér við, ég legg ekki meira á ykkur.  
Við borðuðum yndislegan mat, kalkún með tilheyrandi meðlæti (ég sá um Waldorf salatið, gott að geta létt undir í matreiðslunni með því að taka að sér svona þungavigtar verkefni). Svo kom að pakkaopnun og Jón Ómar fékk fullt af fínu dóti. Þetta var öðruvísi en mjög góður aðfangadagur og nú heldur fríið áfram með vonandi fleiri dögum á ströndinni, útihlaupum á stuttbuxum og hlýrabol og afslöppun í faðmi fjölskyldunnar
Heyrumst seinna! 

Advertisements

3 thoughts on “Aðfangadagur

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s