1 árs

Flotta og ljúffenga kakan sem afi lét baka handa Jóni Ómari

 Jón Ómar fékk fallegar gjafir í dag – honum fannst samt meira spennandi að klifra upp á glerborðið hans afa
….og rífa lyklana úr skápunum

Nafnarnir
***
Í dag varð elsku Jón Ómar eins árs. Ég fór inn og vakti hann (eins og alla aðra morgna í vikunni) klukkan 7.30 og söng afmælissönginn, pabbinn var því miður farinn í vinnuna. Það var svolítið sætur og myglaður strákur sem vaknaði brosandi við það að mamma hans skyldi vera að syngja fyrir hann í morgunsárið – gott að einhver kann að meta sönghæfileika mína. Jón Ómar fór svo til dagmömmunnar sem var með tilbúna gjöf handa honum og ég held að þau hafi fengið lummur í tilefni dagsins =) Klukkan 15 náði ég í snúðinn og við fórum heim til afa sem var búinn að hafa til afmæliskaffi. Lillinn sofnaði svo klukkan 20 eins og vanalega, ætli hann vakni svo ekki klukkan 6 í fyrramálið 😉
Ég hefði í alvöru ekki trúað því hvað lífið breytist til hins betra við að eignast barn. Ég lifi fyrir litla strákinn minn sem gefur mér svo mikla gleði á hverjum einasta degi, þetta upplifa sjálfsagt allir foreldrar. Ég get skrifað endalausa væmna ræðu um það hvað Jón Ómar er yndislegur og skemmtilegur og FYNDINN. Hann tekur upp bolinn á mér og burrar á magann minn, hann kyssir mig með rennandi blautum kossi og gaaalopnum munni, hann dansar fyrir framan söngvaborg og svarar í símann.
Á morgun er afmælisveisla með fjölskyldu og vinum og ætli það sé ekki best að ég klári að baka það sem þarf að baka svo ég vakni hress (örugglega klukkan 6) í fyrramálið. 
Heyrumst seinna.
Advertisements

3 thoughts on “1 árs

  1. Unnur Tara says:

    Ótrúlega skemmtilegar myndir, svo flottir nafnarnir 🙂
    Bíð spennt eftir myndum úr afmælinu í dag 🙂

  2. Lára says:

    Þú ert svo frábær Ástríður, ég þekki þig ekki neitt en les alltaf bloggið þitt því mér bara finnst það svo hresst og skemmtilegt! Gaman að lesa blogg með húmor

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s