Morgunboost

Næringarríkt og gott boost! 
Það er auðvelt að detta í þá gryfju að fá sér ristað brauð með osti í morgunmat eða eitthvað sykrað morgunkorn, því miður þá er það ekkert sérstaklega næringarríkt og endist manni heldur ekki mjög lengi. Ég þekki þetta sjálf því stundum nennir maður ekki að gera sér annað (fæ mér reyndar aldrei morgunkorn en ristað brauð fæ ég mér stundum) ég er hins vegar að reyna að hugsa að ef maður nennir ekki að dr***ast til að búa sér til hollan morgunmat og hugsa vel um líkamann sinn, hverju nennir maður þá eiginlega? 
Þetta boost er einfalt og mjög gott, þessu öllu er hent í blandarann:
1 stk. lítið avocado
Lúkufylli spínat
Frosin ber
Hálfur banani
Kókosvatn
Hempfræ
Einn lítill biti engifer
Og að lokum Fruit and Greens Phytofoods, einstaklega hollt og stútfullt af næringarefnum. Hjálpar m.a. til við að koma jafnvægi á ph gildi líkamans, það er talið verið mikið vandamál hjá fólki í dag hversu hátt sýrustig er í líkama þess og er það ekki síður vandamál en bólgur sem geta valdið sjúkdómum síðar meir. Ég held að það sé þess vegna mikilvægt að vera meðvitaður um að borða meira af fæðu sem kemur jafnvægi á sýrustig líkamans og forðast fæðu sem veldur háu sýrustigi. Hér fyrir neðan sjáið þið mynd sem skilgreinir þetta ágætlega. 
Jæja nú er það ræktin og svo út úr bænum á ný! 

4 thoughts on “Morgunboost

 1. Ragnhildur Tinna says:

  Sæl Ástríður

  Ég er mikill aðdáandi bloggsins og hef lesið það lengi. Mig langar að benda þér á að sýrustig líkamans er haldið kyrru af líkamanum sjálfum og það skiptir litlu máli hvers konar mat þú borðar.
  Ágætt að lesa þennan pistil frá Svani : http://svanurmd.blog.is/blog/svanurmd/entry/337036/
  Eða bara spurja systur þína sem er í læknisfræði og ætti að vita þetta ágætlega.

  Njóttu góða veðursins =D

 2. Sæl Ragnhildur Tinna,

  Ég er enginn sérfræðingur á þessu sviði og hef aldrei haldið því fram að svo sé, ég er eingöngu áhugamanneskja um heilbrigt mataræði og hreyfingu. Ég hef lesið mér nokkuð til um þetta og þessa vitneskju fékk ég úr bók eftir virtan hjartalækni, Alejandro Junger, úr bókinni Clean. Þar segir hann að of hátt sýrustig hafi áhrif á öll efnaskipti líkamans og geti að lokum valdið skaða, m.a. blóðtöppum, gigt, hafi slæm áhrif á taugakerfið etc. En líkaminn er auðvitað hannaður til að halda sýrustigi blóðsins í jafnvægi en svo er spurning hversu mikla “eiturefnaárás” líkaminn þolir.

  Ég held allavega að það sé bara af hinu góða að minnka áfengisneyslu, sykur, neyslu á mjólkurvörum og kaffi =)

  B.kv.
  ÁStríður

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s