Hið vikulega blogg – Akureyri

Nokkrar myndir frá Akureyri og Vaglaskógi
*** 
Í sumar höfum við verið nokkuð dugleg við að ferðast um landið, þó að manni hafi nú stundum langað til að panta ferð út í sólina, þá höfum við frekar reynt að elta góða veðrið hér heima og það hefur nú bara tekist ágætlega. Sól og strönd verður að bíða desembermánaðar og ég er alveg sátt við það. Við keyrðum suðurleiðina austur og skoðuðum austfirðina, svo keyrðum við norður og áttum nokkra góða daga á Akureyri. Á morgun liggur leiðin í Hrútafjörð í afmæli og svo á fimmtudaginn ætlum við að keyra vestur og eyða verslunarmannahelginni þar, við erum svona næstum því búin að fara hringinn. 
Þó ég sé búin að eiga gott sumarfrí þá hlakka ég til að fá haustið, klára síðustu námskeiðin í lögfræðinni og sjá loksins fyrir endann á háskólanáminu sem hófst árið 2005 hjá mér. Svo er haustið líka fallegasti árstíminn og táknar oft upphafið að einhverju nýju – miklu frekar en janúar finnst mér. 
Vonandi fara bloggin að verða reglulegri, ég hef algjörlega vanrækt þetta sökum ferðalaga og áhugaleysis en vonandi fara að birtast hér fullt af bloggum um líkamsrækt, hollt og hreint mataræði, uppskriftir, kannski smá tísku og auðvitað le bébé. 
Ég er svo með eina spurningu í lokin, mig hefur stundum langað að skrá  niður árangur og líkamsræktar rútínuna hér á bloggið, aðallega til að halda mér við efnið og svo kannski til að veita öðrum innblástur – er það eitthvað sem áhugi væri fyrir? Ég myndi þá kannski setja kílóatölu/fituprósentu og svo æfingarprógrammið + mataræði?
Jæja, heyrumst betur seinna.
Advertisements

5 thoughts on “Hið vikulega blogg – Akureyri

  1. Anonymous says:

    Skelltu inn ræktarprogrammi,,, það verður gaman að sjá hvað er að virka;)

    Kv Steinunn BOLLA;)

  2. Anonymous says:

    það væri mjög gaman að fylgjast með árangrinum hjá þér og fá hugmyndir í leiðinni 🙂

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s