Túrkís

Ég greip með mér þessi fallegu túrkislituðu kerti frá Ikea í gær og þau hressa
skemmtilega upp á Cubus kertastjakann minn, svo læt ég fylgja með eina mynd af Ikea
ljósinu mínu sem ég er alltaf jafn hrifin af. Ég sá að Ikea er komið með þetta í ljós í
gólflampaútgáfu líka, mjög flott! Ikea er greinilega að fá inn fullt af flottu nýju dóti
þannig að það er rosa gaman að fara þangað núna. Reyndar finnst mér það alltaf gaman 😉 
 
* * * 
Hér var lítill stubbur vaknaður klukkan 06.00 og það sem undirrituð hugsaði var, “hell no“, ég gaf honum og náði að láta hann sofa í klukkutíma í viðbót, það var vel þegið. Nú er hann að leggja sig aftur og ég held að ég reyni að halla mér kannski í 30 mínútur í viðbót með honum. 
Annars er ég búin að vera að fylgjast með Sky News og sprengingunni í Boston, hræðilegt alveg. Við erum heppin að búa á örugga Íslandi. Svo er ég líka að býsnast yfir öðrum mjög ómerkilegum hlutum, sem eru að veggirnir okkar eru svo illa farnir, við máluðum í september þegar við fluttum inn en þeir eru strax orðnir svartir, hlýtur að vera kertunum um að kenna? Ég lenti nefninlega einu sinni í því í vetur að eitt kertið mitt “reykti” all svakalega og ég tók alls ekki strax eftir því þannig að íbúðin var nánast öll í reyk eftir á. Ég held svei mér þá að maður bruni eina hvíta umferð yfir þá aftur, þetta er svo subbulegt. 
Ég ætla að henda mér í smá tilraunabakstur í dag með stevia sætuefni, veit reyndar ekki alveg hvað ég á að gera en ætla að prófa eitthvað sniðugt. 
Heyrumst seinna!
Advertisements

2 thoughts on “Túrkís

  1. Haha nei það ætla ég ekki að gera því þetta var ekki gott hjá mér. Ég verð að prófa að gera hana aðeins öðruvísi og ef hún heppnast þá skal ég deila henni 🙂

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s