Sarasota

Loksins koma nokkrar myndir og loksins eru það ekki símamyndir, ég verð að vera duglegri við að taka á stóru myndavélina mína, ég sé það núna þegar ég tek þessar myndir. Ferðalagið hingað gekk rosalega vel, fyrst 8 tíma flug og svo 2 og 1/2 tími í keyrslu niður til Sarasota. Við vorum orðin mjög þreytt en Jón Ómar var eins og engill alla leiðina. 
Við erum búin að hafa það rosalega gott, sitjum úti við sundlaugina, löbbum niður á ströndina, kíkjum í búðir og borðum góðan mat (oftast). Ég verð nú að viðurkenna að ég orðin mjög picky og klígjugjörn þegar kemur að mat og á frekar erfitt með þennan venjulega djúpsteikta bandaríska mat með majónesi og beikoni. Enda höfum við ekki farið á einn einasta keðju- veitingastað. Við fórum hins vegar í Whole Foods áðan og við vorum eins og hauslausar hænur við vissum ekki hvar við áttum að byrja. 
Ég asnaðist til að brenna aðeins í sólinni í dag, ekki töff. Jæja heyrumst seinna! 

3 thoughts on “Sarasota

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s