Laundromat

Í dag fórum við Jón Ómar í fyrsta sinn á kaffihús saman með Thelmu vinkonu okkar sem er að fara af landi brott, ég gæti alveg hugsað mér að verða svona latte-mamma. Jón Ómar svaf í stólnum sínum á meðan ég borðaði en vaknaði alveg passlega þegar ég var að fá mér síðustu súpuskeiðina. Ég verð nú samt að viðurkenna að þegar kom að því að gefa honum brjóst að þá vissi ég ekki alveg hvernig ég átti að vera, ekki af því að mér fyndist óþægilegt að gefa honum heldur út af umræðum um að öðru fólki sé misboðið ef það er verið að gefa börnum brjóst á almannafæri. Svo fór hann að gráta þegar hann vaknaði og þá fannst mér eins og ég yrði að biðja alla afsökunar á því, þó það hefði ekki varað nema í mesta lagi eina mínútu, en svo verður maður bara að hugsa að við eigum alveg jafn mikinn rétt á að fara á kaffihús eins og aðrir. Annars var hann svo sæll og glaður eins og oftast.

7 thoughts on “Laundromat

  1. Hann var algjör ljúflingur og þessi gátur var nú bara rétt meðan þú varst að færa hann til…ekkert til að hafa áhyggjur af 🙂

    Takk fyrir þið bæði tvö, þetta var svo ljúft 🙂

  2. Anonymous says:

    Mér þótti gott að taka með mér e-ð létt sjal til að sveipa yfir mig á almannafæri!

  3. Á Laundro þá er sérstaklega tekið fram að það sé leyfilegt að gefa brjóst, það er skilti uppá vegg sem stendur eithvað álíka ” go ahead and breastfeed, we both love baby´s and boobs ” 🙂

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s