Næturnar

Síðan ég eignaðist lillann minn (mikið hlakka ég til að geta kallað hann nafninu sínu!) þá eru næturnar orðnar minn minnst uppáhalds tími sólarhringsins. Ég sef vanalega mjög vel og djúpt og vakna ekki einu sinni til að fara á klósettið. Ég hef sofið af mér jarðskjálfta, vegavinnumenn fyrir utan gluggann minn etc. og er mjög háð því að fá góðan svefn ef ég á að geta starfað eðlilega. Ég hef aldrei getað tekið þessa s.k. all-nightera í skólanum, ef ég ákveð það að ég ætli að gera það þá er ég vanalega farin að líta á klukkuna geispandi um ellefu leytið. Ég vil frekar vakna klukkan 6 á morgnana. En elsku barnið mitt verður svangt á næturna, oftast vaknar hann einu sinni um hánótt og svo ekkert aftur fyrr en 7 eða 8. Sumar nætur vill hann hins vegar vaka og spjalla (hann grætur sem betur fer ekki mikið). En að sitja ein um hánótt, svo þreyttur að augnlokin (og hausinn) eru allt í einu orðin 1000 kg., vitandi til þess að allir eru sofandi, allt er slökkt, það er einmanalegt. Núna vakir hann sem betur fer ekki lengi á næturnar en ef það kemur fyrir þá er ég svo glöð að geta farið fram í stofu og kveikt á sjónvarpinu, horft á CNN eða Sky News eða jafnvel Food Network, þá líður mér minna eins og það sé slökkt á heiminum og það séu fleiri vakandi með mér. Ég mæli sem sagt með því að hafa Fjölvarpið þegar maður er nýbökuð móðir.

Advertisements

14 thoughts on “Næturnar

  1. Æ hvað ég skil þig vel! Það er nauðsynlegt að hafa fjölvarpið, hjálpar mikið. Ég og Friends áttum líka oft góðar stundir á nóttunni :)Mundu að hvíla þig þegar þú getur Ástríður mín!Knús frá Stokkhólmi

  2. hehhe ég held að ég og hann yrðum góð saman 🙂 Á ég ekki bara að koma og gista eða "vaka" á næturnar hjá þér 😉 .. annars bíð ég spennt eftir boði um að koma í heimsókn að sjá litla gullmolann! 🙂

  3. guð hvað ég skil þig… dúllurnar mínar ákváðu að vera vakandi frá 1 í nótt til að verða hálf 7. Gangi þér vel skvísaKv Karítas

  4. Ég hef ekki sofið heila nótt í 7 1/2 mánuði 😉 You get used to it og ég gat auðveldlega sofið 10-12 klst áður.

  5. Áður en ég eignaðist minn gutta var ég gjörsamlega háð góðum nætursvefni og að fá að sofa út var það besta sem ég gat hugsað mér. Tilhugsunin um að vakna of snemma á morgnanna fannst mér ekki góð, og vakti upp hjá mér einhverskonar einmanatilfinningu 😉 Fyrstu vikurnar eftir að strákurinn minn fæddist kveið ég því að fara að sofa á hverju kvöldi því ég vissi að hann myndi vakna eftir nokkrar klst og vilja fá brjóst! Í dag er hann að verða 2ja ára og er enn að vakna á næturnar, s.s. algjör vesenis gaur á næturnar! 🙂 En þetta vandist bara svo fljótt og í dag finnst mér ekkert mál að þurfa að vakna einu sinni eða tvisvar á nóttuni til að fara inn til hans og gefa honum snuðið sitt. Svo vöknum við saman alla morgna um 7 og ég gjörsamlega elska að vakna svona snemma. Þegar ég fæ að sofa út, ef hann er í næturpössun t.d., þá er ég alltaf vöknuð eldsnemma með samviskubit yfir að hafa eytt þessum dýrmæta tíma í svefn haha 😉 My point – þetta venst allt saman, ég lofa!! 🙂

  6. Já þetta venst, maður er farinn að venjast þessu aðeins meira nú þegar. Ég elska að vakna snemma þannig að það verða nú engin stórvandræði, bara svo lengi sem maður fær að sofa nokkurn veginn alla nóttina. KvÁstríður

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s