Það besta í heimi

Ég er búin að vera nokkuð dugleg að setja inn myndir á FB handa Unni systur minni sem býr í Ungverjalandi og mömmu sem er á Florida, en hér koma tvær í viðbót, það þarf varla að taka það fram að við fáum aldrei nóg af því að taka myndir af litla gullmolanum okkar. Ef við erum ekki með hann í fanginu þá er maður að skoða myndir af honum, haha… Ég held ég stofni ekki neina sérstaka síðu eins og Nino, held ég setji frekar myndir hingað inn, á eftir að melta það. Allavega þá erum við bara að kynnast hvort öðru og erum í voðalega litlu sambandi við umheiminn, njótum þess að vera saman litla fjölskyldan. Það er í alvöru ekki hægt að lýsa þeirri ást sem við finnum gagnvart syni okkar, elsku litla hjartað okkar, þetta er það merkilegasta sem maður getur upplifað og tilfinningin að fá barnið sitt í hendurnar í fyrsta skipti er ólýsanleg. 

Kv. hamingjusamasta mamma í heimi. 

Advertisements

15 thoughts on “Það besta í heimi

  1. Ég fékk bara tár við að lesa, þessi yndislega tilfinning. Ég er svo hamingjusöm fyrir ykkar hönd:-) Kossar og knús í húsKv. Kristín Brynja

  2. Innilega til hamingju með litla drenginn, er reyndar í fyrsta skiptið að commenta hjá þér, er alveg búin að vera fastur lesandi að blogginu hjá þér í þó nokkurn tíma, alltaf jafn gaman að lesa það hjá þér 🙂

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s