Biðin

Morgunte 

Ég reyni alltaf að hugsa þannig að njóta núsins (rétt skrifað?) í staðinn fyrir að bíða alltaf eftir einhverju og þá fyrst verði allt skemmtilegra og betra. Ég get hins vegar fullyrt að það er ómögulegt að njóta þess að bíða mikið lengur eftir stráknum mínum, ég vil fá hann í hendurnar núna. Samt vil ég klára eins mikið og mögulega í skólanum og það stressar mig frekar mikið, ég er ekki að missa mig í hreiðurgerð eins og margar virðast gera, ég er ekki að skrúbba eldhúsinnréttinguna eða neitt þannig, þríf einu sinni viku og það er ekkert öðruvísi en vanalega. Svo auðvitað fær maður samviskubit yfir því að vera ekki meira í “hreiðurgerðinni”, ég er auðvitað snillingur í að skapa samviskubit hjá sjálfri mér. En ég held að stressið í skólanum taki alla orku frá mér og þess vegna fátt annað sem ég nenni að gera.  
En mig langar svo að heyra aðeins frá ykkur mömmunum, hvernig voru fyrstu dagarnir eftir að þið komuð heim af fæðingardeildinni? Var allt rosalega rólegt og yndislegt eða var þetta gráturköst og hræðsla yfir því að þið væruð ekki að gera allt rétt? Mig langar svo að heyra nokkrar sögur og ég væri alveg rosalega þakklát ef þið mynduð gefa ykkur tíma og deila smá með mér =) 

30 thoughts on “Biðin

 1. Ég get rétt ímyndað mér hvað þú ert orðin spennt, ég er að telja niður dagana þangað til að ég sé hann!! (48 dagar, 15 klst)

 2. Þegar ég eignaðist Benjamín fyrir heilum 6 árum síðan var ég alveg pollróleg, bæði í fæðingunni og eftir hana, það var bara eins og ég hefði gert þetta 1000 sinnum áður og enginn efi eða hræðsla. Ljósmæðurnar höfðu meira að segja orð á því í fæðingarferlinu að ég væri óvenju róleg yfir þessu öllu. Gangi þér súper vel á lokasprettnum, vona að allt gangi vel hjá þér!

 3. Það er erfitt að bíða eftir þessum litlu gullum, þó svo allir segi manni að maður eigi að njóta þessa seinustu daga en þá er það nánast ekki hægt. Ég skil þig svoooo vel !!!Fyrstu dagarnir eru yndislegir, en samt sem áður þarf að fara gætilega. Passa að vera ekki að fá of marga í heimsókn fyrstu dagana og stjórna dálítið þessum heimsóknum. Segja við fólk fyrirfram að stutt heimsókn sé í lagi. Maður skilur auðvitað að allir vilji sjá nýjasta fjölskyldumeðliminn en mamman þarf líka að fá að hvíla sig og bara átta sig á nýja hlutverkinu.Ég fékk t.d. of margar og langar heimsóknir fyrstu 5 dagana eftir að ég fæddi Frosta en það var líka vegna þess að við vorum bara 5 daga í rvk eftir fæðingu, en á fjórða degi þá brotnaði ég niður og grét því þetta var orðið of mikið.Þannig að bottom line…. takmarka heimsóknir og fá næga hvíld (dugleg að leggja sig þegar barnið sefur).Bestu kveðjur

 4. Fyrstu dagarnir eftir að ég eignaðist Kára minn voru yndislegir í alla staði. Allt gekk svo rosalega vel, hann ljúfur og góður, brjóstagjöfin gekk eins og í sögu og ég hreinlega sveif á bleiku skýi:) Ég upplifði ekki þessi gráturköst eins og sumar gera. En það er gott að vita að það getur komið fyrir og er fullkomlega eðlilegt út af öllum hormónunum sem eru í gangi:) Elsku Ástríður mín, gangi þér rosalega vel á lokasprettinum. Það sem er í vændum er það besta í öllum heiminum<3

 5. Já biðin er alltaf svolítið erfið, fyrstu tvo dagana eftir að maður eignast barn er maður í skýjunum og svo hamingjusamur en á 3 eða 4 degi kemur nánast alltaf þessi frægi sængurkvennagrátur, það er eðlilegt, bæði er það þreyta sem þá fer fyrst að gera vart við sig og svo eru það hormónin. Aðalatriðið er að leyfa sé að vera eins og maður er, að leyfa sér að gráta, að hvíla sig og ekkert að stressa sig neitt. Það eina sem skiptir máli ert þú og nýfædda barnið og þú veist best hvað barninu og þér er fyrir bestu. Í sambandi við biðina þá er ráðið að hafa nóg að gera en þó ekki á kostnað hvíldarinnar. En annars gangi þér vel og njóttu!!!

 6. Ég var nú ekki það heppin að fá að fara heim fyrstu vikurnar en það skiptir svo engu máli og heldur ekki hvering þessir dagar verða, því þegar maður hefur loksins fegnið kraftaverið sitt í hendurnar þá skiptir ekkert annað máli, eina sem þarf er að elska þau, gefa þeim að borða og skipta á þeim. Þetta er svo best í heimi. Ég er alltaf á leiðinni að hringja í þig, verð að ná alla vega einu sinni á þig áður en þú verður MAMMA. Kristín Brynja

 7. Hjá mér kom mesta sjokkið þegar litla gullið mitt var nokkurra daga gamall og ég áttaði mig á því að ég var ekki eins frjáls og ég hafði verið áður. Það er mjög skrítin tilfinning að allt í einu sé einhver orðinn svona rosalega háður þér. Þá var mjög gott að fara EIN út í stuttan göngutúr og fá smá ferkst loft og átta þig á því að það væri líka líf fyrir utan íbúðina þína þó svo að þar biði þín það besta í öllum heiminum*** Gangi þér vel á lokasprettinum og mundu að njóta hvers dags fyrir sig.Ég öfunda þig smá að eiga fæðinguna og allt þetta ferli eftir því að þetta er hrein unun og algjört kraftaverk að fá að upplifa. Klara

 8. Eg var skorin med Soffiu Audrey thar sem hun var sitjandi, thannig ad eg var 3 daga a spitalanum eftir faedinguna. Mer fannst thad aedi!! Hjukkurnar voru otrulega duglegar ad hjalpa okkur med hana, eg man ad thad var einu sinni sem hun gret og gret og hun vildi ekki supa brjostid, thad thurfti ekki ad skipta a henni os.frv. thannig ad vid vorum ordin alveg radalaus. Tha komu hjukkurnar og budust til ad taka hana og gefa henni abot svo eg gaeti hvilt mig adeins. Eg thurfti ad gefa henni a 2 tima fresti og var thvi alltaf vakin a nottunni, og eg thurfti ad fara til hennar a vokudeildina og gefa henni. En alla vega mer fannst voda gott ad hafa svona hjalp thessa 3 daga sem vid vorum thar. Vid fengum bara heimsoknir fra tengdo og magi minum og svo vinum okkar herna. Thannig ad heimsoknirnar voru ekki too much. Thegar vid komum svo heim tha gisti tengdo og brodir hans Bens hja okkur. Mer fannst thad soldid mikid, en sem betur fer baudst brodir hans til ad fara a hotel a medan mamma sin vaeri herna. En thau koma baedi fra Frakklandi. Mer fannst fint ad hafa tengdo hja okkur en hun eldadi og svona handa okkur og var algjorlega til stadar. Eg var vodalega litil i mer thessa dagana thar sem mig langadi ad hafa mommu mina og pabba hja mer og bara alla! Thannig ad eg var mj-g vidkvaem fyrstu dagana. Eg var lika ad jafna mig eftir keisara og madur ma engu lyfta ne gera neitt i 6 vikur! Madur ma bara lyfta barninu ad sjalfsogdu. En thratt fyrir thetta var thetta alveg einstakur timi og bara dasamlegur i allan stad. Hun drakk mjog vel og brjostagjofin gekk vel fra upphafi, var mjog heppin med thad. En gangi ther bara rosalega vel med thetta allt saman og hlakka til ad sja mynd af prinsinum 🙂

 9. Við biðum eftir óskabarninu í heil 3 ár! svo í þokkabót gekk ég 2 vikur framyfir svo þolinmæðin var nú ekki upp á marga fiska 😉 en svo þegar ég var LOKSINS búin að sjá yndislegu fallegu stelpuna mína var bara eins og hún hefði alltaf verið hja okkur, ég var róleg. Ég ákvað að vera ekki að drífa mig heim (Þórhildur þurfti líka á vökudeildina) svo ég bara tók því rólega á sængurkvennadeildinni hér á Akranesi og svo fórum við heim á 5. degi þegar ég kunni loksins að gefa brjóst hehe. Mér fannst æðislegt að geta bara verið í rólegheitum að kynnast barninu okkar og læra á hana áður en ég fór heim, það kom t.d bara ein vinkona í heimsókn á sjúkrahúsið en svo fylltist auðvitað allt þegar heim var komið 😉 svo mitt ráð til þín er að taka þér tíma og biðja fólk vinsamlegast um að hringja áður en það kemur og ef þú ert þreytt þá bara biður þú fólk um að koma seinna! passaðu að stjórna heimsóknum því þær geta tekið á þegar maður er að læra á nýja hlutverkið ;)Hvað varðar hreiðurgerðina þá var ég með fötin þvegin og fín í poka í kommóðunni, vaggan var sótt og græjuð áður en við komum heim en ég var nú samt búin að taka forskot á sæluna og skoða ÖLL litlu fötin nokkkrum sinnum ásamt því að græja vagninn heheGangi ykkur svo rosalega vel :*kvSteinunn Björg

 10. Vá þið eruð YNDISLEGAR að deila svona með ykkur, ég á eftir að lesa þessi komment aftur og aftur =) Meira meira meira! haha =)

 11. Þú skalt ekki vera að hafa samviskubit yfir hreiðurgerð, ég var 5 vikur að heimamn þegar ég átti Húna og fékk þessa tilfinningu einmitt að ég væri ekki að standa mig í hreiðurgerð en svo bara gleymdist það þegar hann var fæddur. Er alveg sammála því að takmarka heimsóknir svona fyrstu dagana. Ég var heppin með það þó ég væri í Rvk og flest okkar fólk þar þá sýndu allir skylning. En ég varð svo að passa mig þegar ég var komin heim á Patró því þá datt ég í þann gír að það þurfti allt að vera hreint og fínt og ég notaði alltaf allan tíman sem Húni svaf í að moppa og skúr og þess háttar. En áttaði mig svo á því þegar ég var farin að finna þreytuna að auðvitað átti ég bara að leggja mig á daginn líka þegar hann svaf ef ég var þreytt. En njóttu tímans bara og dekraðu við sjálfan þig áður en krílið kemur, skil þig samt svoooooooo vel að geta varla beðið því þetta er alveg dásamlegt.Bestu kveðjur og gangi þér vel á loka sprettinum.Ingv. Hera

 12. Guð ekki fá samviskubit, ég var orðin obsessed af sturtuklefanum og það skilaði mér akkurat engu hehe 🙂 Annars voru fyrstu dagarnir voða rólegir hjá okkur, hann hékk á brjósti og svaf þess á milli. Ég hélt fyrst að það væri eitthvað að honum því hann svaf svo mikið. Mín ráð eru njóttu þess að vera ein, leggðu þig eins oft og þú getur og hafðu það hugglegt með manninum þínum :)Easier said then done.. I know :)-LV

 13. Langaði að deila minni sögu með þér og ráðum sem vonandi hjálpa eitthvað:)Ég var einmitt tekin með keisara og fékk að vera 5 daga á fæðingardeildinni á Akranesi og guð hvað ég var fegin að hafa verið þar, lá meira segja yfir jólin þar sem strákurinn minn fæddist 22 desember og þetta eru FULLKOMNUSTU JÓL SEM ÉG HEF NOKKURN TÍMANN UPPLIFAÐ. Ég og maðurinn minn í náttfötum og strákurinn okkar og bara rólegheit.Það þýðir ekkert annað en að taka lífinu með ró og einmitt stjórna gestakomum vel. Það er ekkert af því að biðja fólk um að koma seinna ef maður er ekki tilbúin i langar heimsóknir og ég mæli meira segja bara með því að slökkva á símanum. Auðvitað þeir allra nánustu velkomnir en mér fannst þessir fyrstu dagar svo dýrmætir. Skiptir öllu að hvílast vel og reyna muna eftir að borða vel líka. Mjög líklega koma einhver grátköst, og það er svo eðlilegt. Ég fékk það einmitt eftir ég kom heim og fannst það pínu erfitt þar sem ég er mjög hress manneskja og bjóst ekki við því að þetta mundi gerast fyrir mig, en einmitt eins og ein talar um að ofan þá tók lífið allt í einu þvílíkum breytingum og allt í einu ertu komin með ábyrgð yfir einum litlum gullmola sem skiptir þig öllu máli fannst ég verða að kommmenta, les stundum bloggið og langaði að óska þér alls hins besta. og ég hálf öfunda þig að vera fara í fæðingu. Þó svo að hríðar og allt það sé mjög sárt, en jesus minn hvað þetta er samt það besta og stórkostlegasta ferli sem þú kemst nálægt og tilfinningaflóðið þegar krílið þitt er komiðNJÓTTU:)

 14. Takk elsku Klara, mér finnst alltaf pínu skrítið að heyra að fólk öfundi mig af því að eiga fæðinguna eftir en það hjálpar manni samt og maður er ekki eins hræddur við að takast á við hana =)

 15. Gaman að heyra hvað allir tala vel um dvölina á spítalanum ef þær hafa þurft að vera þar eitthvað aukalega, takk fyrir söguna Jóna, ótrúlega gaman að lesa =)

 16. Já þetta er eitthvað svipað hjá okkur, með biðina þ.e.a.s. og maður er orðin spenntur vægast sagt yfir því að fá loksins litla kraftaverkið okkar í heiminn. Takk fyrir þetta elsku Steinunn, þú ert algjör hetja og ég dáist svo að þér ;*

 17. Æ það kom óvart "Jóna sys" þar sem ég kommenta hjá systur minni, en þetta átti nú að vera Jóna Harpa :p

 18. Ég mæli með því að eiga fullan fristi af sætindum. Því þá getur þú boðið uppá eitthvað og bara hent í ofninn þannig að fyrirhöfnin sé eins lítil og hægt sé hvort sem þú bakar það sjálf eða kaupir bara tilbúið frosið 🙂

 19. Betra seint en aldrei.. hahaEn já ég var líka tekin með keisara og þurfti því að vera á sængukvennagangi, ljósurnar voru yndislegar og ég hef ekkert vont um dvölina að segja beint en mig langaði samt bara að komast heim og kúra með nýfædda barninu og manninum, ég lenti í því að það vr mikið að gera þessa nótt og Óli gat því ekki verið yfir nóttina og það kannski hafði áhrif á að mig langaði heim fyrr.. ég átti sem sagt að vera 3 nætur, það er eðlilegt eftir keisara en ég átti Hörpu um nóttu og var svo bara næstu nóttu og fór þá heim, óskaði eftir því við lækni og allt gekk svo vel, Harpa tók brjóstinu og skurðurinn hjá mér flottur 🙂 Ég vildi líka fá heimþjónustuna, fannst svo yndislegt eitthvað að fá ljósuna heim í viku og maður gæti spurt hana að öllu og Elín vinkona mín var nýbúin að eiga og fannst það yndislegt og mældi með sinni heimljósu sem að ég óskaði eftir á spítalanum og það var lítið mál (Hún er allt í kóp) Heitir Bergrún og ég mæli MIKIÐ með henni, hún var svo yndisleg og ég þurfti varla að spurja hana að neinu því hún var búin að segja okkur allt að fyrra bragði .. leyfði okkur að hringja í hana dag og nætur og ég gerði það einu sinni um miðja nótt því ég hafði áhyggjur af einhverju litlu og hún alveg var yndisleg! Ég mæli með að takmarka heimsóknir á spítalann nema ömmur og afa.. Kannski ekkert alveg hægt að miða við ef fæðingin gengur rosalega vel og þið farið bara á hreiðrið eftir á en hjá mér var ég ennþá hálf dópuð og úldin eftir keisarann og foreldrar okkur beggja og öll systkini og ein frænka komu á spítalann daginn eftir .. ég var spennt að sýna barnið að sjálfsögðu en eftir á skil ég ekki hvað ég var að gera.. ég var algjörlega búin að því, átti að hvíla mig á meðan Harpa svaf og bara njóta aðeins við fjölskyldan en í staðinn var ég að taka á móti gestum. Með það þegar þú kemur heim er yndislegt eina sem að örugglega allir nýbakaðir foreldrar lenda í er að maður sefur lítið því maður er alltaf að horfa á barnið og athuga hvort það sé ekki örugglega að anda, alltaf að tjekka á því á næturnar og já bara dást að því.. passaðu þig samt að sofa á daginn með barninu.. maður er uppgefin eftir fæðinguna og vinkona mín lenti í því að fara í vítahring og bara gat ekkert svofið í marga daga. Fínt þegar barnið sefur og pabbinn er vakandi og þá getur maður hvílt sig áhyggjulaus :)En ég er samtmála með sængukvennagrátinn það gerist held ég fyrir alla.. svona 4-5 daga eftir fæðingu.. jafnvel viku þá bara grenjaru út af öllu, þótt að lífið sé yndisleg (og maður grætur sko líka yfir góðu hlutunum) þá er maður bara uppgefin og líkaminn og sálin í sjokki held ég yfir breytingunum og ábyrgðinni .. ég veit ekki afhverju þetta gerist en maður tárast yfir öllu þótt að lífið er yndislegt og líka bara yfir góðu hlutunum hehe Mjög skrítið. Ekki hafa áhyggjur .. þetta er ekki fæðingarþunglyndi ! 🙂 Er bara svona 2-3 daga og búið heheAnnars einmitt öfunda ég þið að eiga fæðinguna eftir.. að fara að stað er svo spennandi og tilhlökkunin svo mikið.. þrátt fyrir að þetta er erfitt og jafnvel eftir að hafa lent í keisara þá eru verðlaunin ómetanleg! YndislegtGangi þér ofsalega vel elsku Ástríður! Styttist í þetta hjá þér

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s