Enskar tebollur

Svona er ég, ég geri ekkert í eldhúsinu af viti í kannski 2-3 mánuði og svo allt í einu fæ ég eitthvað kast og þá geri ég fátt annað en að baka/elda… Þessar brauðbollur eru mjög einfaldar, sniðugar ef þið viljið hafa nýbakað brauð einhvern morguninn en nennið ekki að eyða tveimur tímum í það að baka. Ég man ekki hvort ég hafi sett uppskriftina að þeim hingað inn einhvern tímann, en hérna kemur hún þá bara aftur.

Hitið 3 dl. af mjólk og 1 dl. af olíu í potti þar til blandan er orðin 37°c heit, bætið þá einum poka af þurrgeri útí.

Blandið 500-600 gr. af hveiti (ég notaði heilhveiti en það á að vera venjulegt hveiti) 50 gr. sykur, 1 tsk. kardimommudropum, 2 eggjum og mjólkurblöndunni.

Látið hefast í ca. 30-40 mín.

Búið til bollur og penslið þær með kaffi.

Bakið í ca. 10-12 mín.

Núna ætla ég að hendast í sund, ég finn það að ég hef ekki verið dugleg að æfa, mér finnst ég þurfa að styrkja mig og reyna aðeins á lungun – sem eru kramin þarna einhvers staðar inní mér. Hvað gerðuð þið á meðgöngunni til að halda ykkur í formi? Sharing is caring =)

3 thoughts on “Enskar tebollur

  1. Hanna Lind says:

    Girnó .. verð að gera þessar einhverntíman! En guð ég ætlaði sko aldeilis að halda mér í formi á minni meðgöngu, enda svaka hress og gat allt eins og þú lýsir þér.. En svo vann almenna letin haha.. En ég var í jóganu hjá Auði 2 í viku eða 3 man ekki alveg.. fannst það æði eins og ég var held ég búin að segja þér frá.. Styrkjandi æfingar, undirbúningur f fæðinguna (Hefði ekki getað hríðarnar hefði ég ekki lært öndunina ! Undradæmi) og slökun. En hef líka heyrt með fullfrísk en það er reyndar bara svona meira extreme líkamsrækt og meira ef þú ert búin að vera svaka duleg í ræktinni þegar þú varst ólétt held ég. Æ svo fannst mér göngutúrar bara alltaf svaka næs.. 🙂 Reyndi svo að borða hollt.. en það gekk ekkert svaka vel hjá mér þar sem ég var með svo svakalega mikið sukk cravings alla meðgönguna ! Hefði getað borðar hamborgara í öll mál.. no joke hahah.. og alveg helst einhvern sveittan. Hamborgarabúllan var í uppáhaldi hjá mér. Vildi að ég hefði bara viljað hollan mat en svo var sko alls ekki ! Ert þú ekki búin að vera með nein svona cravings ?

  2. Já nákvæmlega, maður ætlar sko ekki að gefa tommu eftir í ræktinni og jadí jadí en eins og þú segir hefur letin náð yfirhöndinni…Þegar maður kemur heim úr vinnunni er maður bara eitthvað svo þreyttur að það að hoppa í ræktarfötin er ekki það fyrsta sem manni dettur í hug. Ég prófaði einn tíma hjá Auði en ég bara veit ekki hvort ég sé að fíla þetta jóga :/ Kannski tek september í þetta til að læra öndunina og annað svoleiðis…

    Nei ég hef ekki fengið eitthvað mega cravings, nema ég er bara almennt mikill nammigrís og kannski aðeins meira svona á meðgöngunni, sem er alls ekki nógu gott… :/ Ég borða almennt hollan mat en svo er það nartið inn á milli sem fer alveg með þetta, haha =)

  3. Maríanna says:

    Sund sund sund! Maður er aldrei jafn léttur á sér og í sundi, ég var það allavegana 🙂 Mundi mæla með að fara og synda nokkrar ferðir, fleiri ef þú ert í sundformi. Ótrúlegt hvað maður verður endurnærð eftir nokkrar ferðir og hvað þá smá slökun í pottinum 😉

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s