Bernadotte

Morgunkaffið verður aðeins betra þegar því er hellt úr svona fallegri könnu, ég er alveg viss um það 😉 

Mér finnst það alveg ótrúlegt að sumarvinnan sé að klárast og skólinn að byrja, þetta sumar hefur liðið á ljóshraða. Á miðvikudaginn vinn ég síðasta daginn og mánudaginn 20. ágúst byrjar skólinn, ég er alltaf jafn hissa á því hvað hann byrjar snemma… Ég ætla sem sagt að prófa að fara í fullt nám í vetur og geta þannig verið lengur heima með lillanum okkar, ef það gengur ekki þá bara gengur það ekki – en ég ætla að prófa. Mér fannst svolítið merkilegt að það var hringt í mig frá mæðraverndinni í síðustu viku og hún var að spyrja mig aðeins en ég sagðist ekki geta svarað svo miklu þar sem ég væri í vinnunni, hún varð eiginlega bara hissa og sagðist hafa gert ráð fyrir því að ég væri ekki að vinna? Why? Ég er hraust, líður vel og hef ágæta orku, ég hef enga ástæðu til að sitja heima og gera ekki neitt og ég er alveg ótrúlega þakklát fyrir að þurfa ekki að glíma við einhver leiðindar vandamál sem fylgja oft meðgöngum, (7, 9, 13), þannig að á meðan mér líður vel þá ætla ég að halda áfram að vinna, vera í skóla og hafa nóg fyrir stafni, eins og ég er vön að hafa það.

…..að sjálfsögðu passa ég mig samt og hlusta á líkamann =)

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s