Undirbúningurinn

 Helena frá Mac kom og gerði mig fína fyrir stóra daginn, mæli með henni! 
 Fallegi yndislegi kjóllinn minn, hefur aldrei þótt eins vænt um eina flík. Kjólinn keypti ég hjá bresku fyrirtæki sem heitir Tiffany Rose og saumar eingöngu meðgöngubrúðarkjóla. Beltið (ó beltið) keypti ég svo á Etsy og lét snillana í Eðalklæðum festa á kjólinn. 

 Ég var mjög róleg í öllum undirbúningnum, í alvöru. Það var ekki fyrr en rétt fyrir 16.30 að ég fór að fá verulega mikinn fiðring í magann =) 
 Fallegu fallegu blómin sem voru öll keypt hjá blómabóndanum í Mosfellsdal. 
 Tengdamamma að klippa til hringapúðann. Hringapúðinn var upphaflega jólaskraut sem var keypt í Ilvu. Ég klippti stóra borðann af og svo var stungið í gegn þessum tveimur silkiborðum fyrir hringana. Ég var alveg hrikalega ánægð með útkomuna enda hef ég ekki verið sérstaklega hrifin af þessum klassísku púðum. 
 Hér var ég að leggja lokahönd á lagalistann sem ég hafði dundað mér við alveg sjálf, samanstóð af Michael Bublé, Louis Armstrong, Frank Sinatra, Barry White, Tony Bennet og Elvis Presley =) 
Unnur Tara systir mín og ég. Heiðrún Hödd hin systir mín náðist af einhverjum ástæðum ekki á mynd… 
Ég var búin að gleyma því að ég væri með þessar myndir á myndavélinni og þess vegna koma þær svona “seint”. Gaman að skoða þetta finnst mér =) Myndirnar frá sjálfu brúðkaupinu eigum við enn eftir að fá og við hlökkum mjög mikið til að sjá þær, bæði úr myndatökunni og svo veislunni sjálfri. 
Það er greinilega ekki langt í hið íslenska haust og ég er bara mjög ánægð með það =) Núna ætlum við Dimma að fara og fá okkur smá göngutúr í rigningunni. Eigið góða helgi! 
Advertisements

2 thoughts on “Undirbúningurinn

  1. Þetta var svo ótrúlega skemmtilegur dagur! Hlakka til að sjá þig eftir viku, er farin að sakna þín soldið mikið… 🙂

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s