Nýtt í snyrtibuddunni

Ég kaupi mér eiginlega alltaf einhverjar snyrtivörur í fríhöfninni, það munar nú um þúsundkallana þegar þetta er orðið svona dýrt. Ég ætlaði að kaupa YSL maskarann minn en hann var ekki til fjólubláu eins og ég kaupi alltaf þannig að ég hugsaði að ég gæti prófað einhvern annan svartan. Ég er svo fáránlega nýjungagjörn, get ekki haldið mig bara við eina vöru þó hún sé góð, haha. Ég var ekki mjög hrifin af snyrtivörunum frá Chanel, mér fannst þær bara lélegar. En ég get sko mælt með þessum maskara og augnskugga (sem er líka hægt að nota sem eyeliner). Maskarinn heitir Inmitable Intense nr. 10 og augnskugginn er nr. 86, hann er kremaður og helst mjög vel. Ég sá líka sumarlínuna frá Chanel og varð alveg ástfangin af förðuninni og langar að vera svona máluð á brúðkaupsdaginn, helst photoshoppuð líka.

Ég held einmitt að varaliturinn hafi bara verið að koma í búðir, hann átti allavega að koma í búðir í London föstudaginn síðasta. Liturinn heitir Magnolia. En þessi förðun finnst mér svo falleg, einföld og mjúk.

Advertisements

2 thoughts on “Nýtt í snyrtibuddunni

  1. Anonymous says:

    Þú ert svo mikill FAGURKERI;)Og nottla yndisleg líka….

    Kv Steinkan

  2. Anonymous says:

    Hahaha ég er svona nýjungagjörn líka, er alltaf að skipta um eitthvað í snyrtibuddunni og auðvitað í hárvörunum líka, það er sko hægt að selja mér allt 😉

    -LV

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s