Dior

Ég ætla að segja ykkur söguna um leitina að kjólnum. Ég fann engan. Hvert sem ég fór var mér sagt að biðtíminn eftir kjól væri 5-7 mánuðir (ég gæti saumað kjól á styttri tíma) en allavega, það þýddi ekki að deila við þessar dömur. Ég fór í margar búðir, ljótar og fínar og eina sem var svo fín að það hefði örugglega kostað mig milljón að máta einn kjól. Ég hefði kannski fundið kjólinn ef ég ætti milljón/ir, en þær á ég ekki og myndi seint eyða þeim í einn kjól. Ég ákvað að hætta að ergja mig á þessu og minntist þess að hafa séð fína kjóla á netinu, sem er jú auðvitað nokkuð áhættusamt – að kaupa án þess að máta þ.e.a.s. Ég flaug heim án kjólsins og hélt áfram að mynda með mér magasár. Hið versta hafði gerst, hugsaði ég, ég myndi ekki finna kjólinn. Ég myndi klæðast rjómatertukjól úr glansefni/bökunarpappír, alsettur semalíusteinum eins og virðist vera eina týpan sem kjólaleigur fá inn hér á landi, það er nú sér kapítuli út af fyrir sig. Ég ætti kannski ekki að alhæfa um þessar leigur, en ég byggi þetta bara á því sem ég hef séð og ég hef auðvitað ekki séð þær allar.

Á miðvikudeginum sest ég niður fyrir framan tölvuna og byrja að googla enn á ný og bið til Guðs að kjóllinn poppi nú upp og þá allt í einu kviknaði ljós. Ég mundi eftir sænskum hönnuði sem saumar fallega kjóla, mjög fallega. Ég setti mig í samband við hann og spurði – , logandi hrædd, hvort það væri hægt að panta hann án þess að koma í mátun þar sem hönnuðurinn er staðsettur í Stockholmi og saumar kjólana eftir pöntun – og svarið var; JÁ! Ég fann hvernig endorfínið rann um æðar mínar eins og eftir góðan hlaupasprett, eða frekar eins og eftir maraþon í mínu tilfelli. Í vikunni ætlar hönnuðurinn að senda mér fleiri myndir og ég sendi honum málin mín svo hægt sé að hefjast handa. Ég er svo glöð og léttirinn er meiri en orð fá lýst. Mér finnst líka frekar gaman að klæðast kjól eftir sænskan hönnuð, því þið vitið – ég elska allt sænskt =)

Skórnir eru síðan allt önnur ella. Ég var ekki lengi að finna þá, þeir voru ást við fyrstu sýn. Þið sjáið þá 28. júlí n.k.

Jæja ég er farin í sund í sólinni í gegnsæja sundbolnum mínum. Það reddast ef ég hleyp rosa hratt í laugina og fer voða hratt upp úr henni, þá sér enginn – vona ég.

Advertisements

11 thoughts on “Dior

  1. Vá!! Æðislegt! Miklu skemmtilegra að láta sauma kjól sem bara er alveg eftir þínu höfði og passar. Kjólameistarinn sem ég er í sambandi við lagði áherslu á að þegar ég kem í mælingu, þá myndi ég vera búin að kaupa þau undirföt sem ég ætla mér að vera í og mæla mig þannig. Sko málið er að hún er rosa fær, en vinnur bara við allt annað og gerir þetta á svörtu á kvöldin, en er með toppaðstöðu þar sem hún vinnur annars. Þess vegna er hún mega ódýr og ég var svo heppin að fá silki frá Kína gefins í jólagjöf! En shit, þetta hljómar bara vel! En í alvörunni, ef það eru einhverjir millimetrar sem þú ert óánægð með þegar kjóllinn er kominn, þá skal ég láta þig hafa númerið hjá henni, hún er mjög fær. Leifur pantaði sér jakkaföt í gegnum sænska síðu, þau komu frá Víetnam og þar var einmitt tekið fram að það væri alveg pláss fyrir bæði víkkun og þrengingu ef maður er ekki sáttur við stærðina og hún sagðist einmitt alveg geta reddað svoleiðis hlutum. En til hamingju, hlakka til að sjá myndir eftir 28. júlí!

  2. Æ.. var búin að skrifa svo mikið og það hvarf. En vá!! Hljómar þvílíkt vel!! En bara smá tip frá kjólameistaranum sem ég er hjá: hún mælti með að þegar ég kæmi í mælingu myndi ég vera búin að velja mér undirfötin sem ég ætla að vera í, bæði upp á brjóstmál og auðvitað ef maður skellir sér í eitthvað aðhald um mjaðmir og mitti. Hljómar ýkt vel!!

  3. Nei nei þetta kom allt hjá þér =) Ég elska hvað þú ert útsjónarsöm og sniðug, hlakka til að sjá útkomuna hjá þér! En já ég fæ að vita af þessari konu þinni ef það þyrfti að gera einhverjar lagfæringar á síðustu stundu, takk =) Kveðja,Ástríður

  4. ooo.. hvað ég er glöð fyrir þína hönd sæta mín !! 😉 og oh myyy…. þessi Dior kassi lítur sjúklega vel út og get ekki ímyndað mér hvaða girnilegi hlutur leynist þarna ofan í ;)) Knús á þig, xxx Sakna þín BeggaKummer

  5. Æðislegt að heyra að þetta sé allt að ganga upp hjá þér Ástríður mín! Þú lætur mig vita ef ég get aðstoðað þig eitthvað … ég er jú búsett í Stocholm City 😉

  6. Er þetta búðin sem við fórum í saman? Sem var ekkert svo langt heiman frá okkur, ofarlega á St. Ericsgatan og þú mátaðir nokkra kjóla?

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s