Pix

Jæja, hér koma myndir frá London (ekki Lundúnum! Þoli ekki þegar fólk íslenskar borgir). Þetta var svo frábær ferð í alla staði og lang skemmtilegast var auðvitað að vera öll saman, en það var heldur ekkert leiðinlegt að versla 😉 Ég er orðin ástfangin af London, þetta er frábær borg og ekki eins dýr og maður gæti haldið. Bretar eru ótrúlega kurteist fólk og það elska ég, þeir kunna mannasiði. Hér á Íslandi er maður vanur því að fólk sem vinnur í þjónustustörfum bjóði manni varla góðan daginn, ég er ekki að alhæfa en þetta gerist allt of oft. Í London er það “Good day madame” haha, maður yrði kannski pínu hissa ef móttökurnar yrðu þannig hér heima “góðan daginn frú/fröken” en það er af því að maður er svo óvanur þessu…. 

Við vorum orðin algjörir snillar á neðanjarðarlestarkerfið í London

Á Pain Quotidien fengum við okkur lífrænan mat

Skemmtilegur staður 

Lyftumynd af yours truly

Löbbuðum MIKIÐ

Feðginin (ég er nývöknuð ef það skyldi nú fara fram hjá einhverjum)

Pabbi flottur 

Fallegt kirsuberjatré 

Systurnar

Í Notting Hill 

Fínar 

Fín hús í Notting Hill 

Garðurinn sem Julia Roberts og Hugh Grant brutust inn í í myndinni Notting Hill. Gömul krúttleg kona sagði okkur þetta =) 

Portobello Road.
Jæja fleiri myndir urðu það nú ekki. Nú verð að klára þessa blessuðu ritgerð svo ég komist nú einhvern tíman í páskafrí. 
Góða helgi =) 
Advertisements

4 thoughts on “Pix

  1. oh, þið eruð alltaf svo brjálað fínar og sætar!flottar myndir. þetta hefur verið æðisleg ferð.og GOTT að heyra að kjólinn er fundinn 🙂 hjúkket.annars á ég alveg hvítan hlírabol sem ég hefði getað lánað þér… djók!

  2. Takk Ragnhildur =) Ég hef bara gist tvisvar í London, en get mælt með báðum hótelunum sem ég hef gist á þá. Árið 2008 gisti ég á þessu hóteli http://www.millenniumhotels.co.uk/millenniummayfair/index.html sem var algjörlega frábært en aðeins í dýrari kantinum og svo núna síðast gistum við á þessu hóteli http://www.novotel.com/gb/hotel-1785-novotel-london-waterloo/index.shtml sem var mjög fínt líka. Novotel var staðsett rétt hjá Waterloo, 5 mín. ganga í neðanjarðarlestina og þaðan örstutt á Oxford st. Kær kveðja,Ástríður

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s