Mínir áfangar

Þegar ég var yngri langaði mig alltaf að verða læknir, hélt ég. Svo komst ég að því að ég er allt of sjúkdóma – og lífhrædd til að geta lært læknisfræði og starfað sem læknir, ég þarf ekki annað en að heyra einkenni einhvers sjúkdóms og skyndilega er ég komin með þennan banvæna sjúkdóm. Þá hugsaði ég með mér að ég gæti hugsað mér að verða tannlæknir og skráði mig í hann. Á gjalddaga skólagjaldanna ákvað ég að taka algjöra U-beygju og skrá mig í frönsku. Mig langaði ekki að læra tannlækninn þegar ég hugsaði mig vel og vandlega um, ég hafði ekki hugmynd um það hvað mig langaði að verða og því ákvað ég að læra það sem mér fannst skemmtilegast þá og það var franskan, ég hafði engar sérstakar hugmyndir um það hvernig ég hafði hugsað mér að nýta hana að námi loknu en mig langaði í háskóla og ég byrjaði að læra það sem heillaði mig mest, frönskuna. Lang flestir í bekknum, ef ekki allir, höfðu einhvern bakgrunn í frönsku, höfðu verið í Frakklandi eða öðru frönskumælandi landi í lengri eða skemmri tíma, annað hvort við nám eða vinnu og að vissu leyti gert ráð fyrir því að nemendur hefðu einhvern meiri grunn í frönsku en áfanga úr menntaskóla – sem var eini grunnurinn sem ég hafði. En, mér gekk vel og mér fannst þetta skemmtilegt. Eftir fyrsta árið mitt í frönsku fór ég til Frakklands með vinkonu minni og var þar í rúma tvo mánuði, í lok sumarsins var ég farin að tala frönsku af frekar miklu öryggi og ég elskaði það. Kom heim inn á annað árið, gerðist formaður Gallíu félags frönskunema og kynnti mig og komandi starf vetrarins fyrir framan fullan bekk af nýjum nemendum, á frönsku, án vandræða. Hefði ekki haldið það einu ári áður þegar ég sótti fyrsta tímann minn í frönsku við Háskóla Íslands og skildi ekki þetta “donc” sem kennarinn var alltaf að segja. N.b. ég var aldrei með tölvu í tímum í frönskunáminu og gat ekki googlað orðið.

Eftir tvö ár í frönsku hafði ég skilað BA ritgerðinni minni og ákvað að söðla um í stjórnmálafræði og taka þá fræðigrein sem aukafag með frönskunni. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á stjórnmálum (þó áhuginn hafi sjaldan verið eins lítill akkúrat núna) og ég hafði gaman af þessu ári í stjórnmálafræði en sá samt pínulítið eftir því að hafa ekki bara tekið öll þrjú árin í frönskunni því hjartað mitt slær alltaf nokkur aukaslög fyrir allt sem heitir franskt, hef ekki hugmynd um hvaðan þetta kemur – en svona er ég.

Ég ákvað áður en ég útskrifaðist úr frönskunni að mig langaði að læra lögfræði, en fékk það góða ráð frá fyrrverandi samnemanda mínum sem seinna varð kennari minn í lögfræðinni að klára gráðuna áður en ég hæfi nýtt nám og ég er svo ótrúlega glöð að hafa fengið þá ráðleggingu. Lögfræðin var ekkert endilega sjálfsagt val fyrir mig en lögfræði er gott og virt nám sem veitir manni nokkuð mikið atvinnuöryggi þó að maður verði að sjálfsögðu að hafa fyrir hlutunum, það dettur ekkert upp í hendurnar á manni. Laganámið er það erfiðasta sem ég hef gert en vá svo skemmtilegt þegar vel gengur. Núna er ég byrjuð í mastersnáminu sem tekur tvö ár og ég er núna að gera mér betur og betur grein fyrir því hvað það er sem ég vil starfa við á sviði lögfræðinnar.

Ég hugsa samt stundum að ég hefði kannski átt að reyna að komast inn í LHÍ, leiklistarbraut, en sökum þess hvernig ég er, þessi týpa sem verð að búa við öryggi og örugglega þessi týpa sem þorir ekki að taka stökkið, þá hef ég aldrei látið verða af þeim draumi. Stundum vil ég ekki fara í leikhús því ég vil ekki sjá af hverju ég gæti verið að missa, ég skrítin? – Já.

Ég hef núna tvær BA gráður. Ég er 26 ára og þekki ekki jól án jólaprófa eða vor án vorprófa þar sem maður hefur stundum bölvað sólinni sem brennir geisla sína í gegnum rúðurnar. Ég er alls ekki að kvarta, þetta er það sem ég hef valið mér og BA prófin eru uppskera erfiðisins, sem ég er ótrúlega stolt af. Ég veit að lífsgæðin snúast ekki um fjölda háskólagráða, en þetta eru mínar háskólagráður og það sem mitt líf hefur snúist um og það sem ég get verið stolt af og ánægð með, þ.e. þangað til að LÍN kemur og bankar uppá.

Advertisements

8 thoughts on “Mínir áfangar

  1. Flott hjá þér að fylgja hjartanu og gera það sem þig langar að gera og þér finnst rétt, það er það langbesta sem maður getur gert fyrir sjálfan sig. Áfram þú, klára stelpa! Kv. leynivinkona þín

  2. Glæsilegur árangur hjá þér Ástríður og enn og aftur til hamingju. Við eigum það sameiginlegt að hafa ekki þorað í inntökuprófið í L.H.Í – Would have, should have, could have…..ég á það líka til að verða geðveikislega abbó út í leikarana í leiksýningum 😉 Gangi þér áfram vel á menntabrautinni!Kær kveðja,Hadda.

  3. Þú mátt sko vera stollt af gráðunum þínum, þær eru búnar að kosta svita, púl og tár!!!Svo er líka fínnt að hafa 1 lögfræðing í hópnum svona ef e-h kemur uppá hjá manni;)XOXO Steinunn

  4. Skemmtileg lesning! Ég vissi ekki að þú hefðir farið í frönskuna líka, Chinotti er þá örugglega mjög stoltur af þér, enda held ég svei mér þá að hann sé ein ástæða þess að mér þykir líka allt franskt og frönsku-tengt alveg dásamlegt :)Innilega til hamingju með báða áfanga, dugnaðarforkur, og haltu áfram að gera góða hluti, það er svo gaman að fylgjast með þannig fólki :)-Bestu kveðjurUna

  5. Til hamingju með gráðurnar. Var að rekast á bloggið og er búin að lesa núna síðustu 3 ár hjá þér 🙂 ótrúlega skemmtileg blogg, finnst alltaf skemmtilegra þegar maður fær að sjá persónulegu bloggin eins og þúert dugleg að setja inn.Takk fyrir skemmtunina.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s