Dúndrandi

Drykkur – Te, Hár- Ógreitt
Á morgun, á morgun ætla ég að byrja að gera eitthvað af viti. Ég ætla að taka allt jólaskrautið niður, taka til í fataskápnum mínum og fara með föt í hreinsun, fara í ræktina og greiða á mér hárið. Ég er búin að vera að kljást við æpandi hausverk síðan um 18 leytið og er ekki að losna við hann, vonandi verður þetta orðið betra í fyrramálið. 
Í dag er ég búin að vera að skoða hótel í London þar sem planið er að fara þangað seint í næsta mánuði eða í mars. Þar ætla ég að reyna að klára nokkur innkaup fyrir brúðkaupið, kjól, skó og undirföt. Ég er búin að finna þrjár svona “bridal salons” í London sem ég er búin að setja mig í samband við og ætla að bóka tíma hjá þegar ég veit nákvæma dagsetningu á ferðinni, ég er búin að vera slefandi yfir brúðarkjólum í dag sumsé á meðan ég borðaði LU kex, svo byrjaði ég líka á bókinni Frönsk Svíta og hún lofar mjög góðu!
Ég hlakka ekkert smá til að fara til London, hef aldrei verið þar heila helgi og þess vegna ekki náð að skoða almennilega, ég ætla að fá mér Laduré makkarónur í Harrods, High Tea, rölta um Bond Street og láta mig dreyma, fara í vintage búðir etc. Mig langar rosalega að fara á tónleika með Lana Del Rey en ég get ekki séð neinar dagsetningar á tónleikum hjá henni, einhver sem veit? 
Jæja við heyrumst.

4 thoughts on “Dúndrandi

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s