Fake-book

….Ég á við Facebook. Ég meina, nennir einhver að lesa statusa hjá fólki sem er að “væla” yfir hinu og þessu, nennir einhver að kommenta á það þegar fólk segist vera latt, veikt, blankt – má maður yfir höfuð vera blankur á Facebook, má maður – ekki-  vera yfir sig ástfangin einstaka sinnum? Er það óvenjulegt að maður missi hreinlega ekki andann af ást á morgnana þegar maður opnar augun og fyrsta orðið sem vellur út úr manni er er úr ástarljóði eftir einhvern merkan höfund, þýðir það að sambandið sé ekki nógu ástríkt? Má það vera þannig að maður fái ekki fiðrildi í magann af einskærri ást á hverjum degi, er maður eitthvað minna ástfangin(n) fyrir vikið? Má heimilið vera skítugt einu sinni? Má maður sleppa því að dásama sólina – þið vitið, þessa gulu sem hefur verið til í árþúsundir. Mega nýbakaðar mæður ekki minnast einu orði á mónótónískt og á stundum einmanalegt líf þeirra heima við, er hver einasta skítableyja í alvörunni svona mikil lífsfylling?

Að vera á Facebook er eins og að vera í stanslausu vinsældarkapphlaupi, fullkomnasta fjölskyldan, fullkomnasta boddíið, besta vinnan (uppfærslan á sér stað á Facebook áður en blekið er þornað á ráðningarsamningnum), fallegustu vinirnir, ástríkustu samböndin og bestu partýin – þau bestu eru þau þar sem fræga fólkið er líka en sá sem dælir inn myndum er svo “innilega” ekki að einblína á það heldur er þetta einfaldlega liðið sem viðkomandi svo “non-chalant” (flettið orðinu upp) kallar vini og kunningja.Svo ég tali nú ekki um endalausa ýtni við að “læka” hinar og þessar síður vina minna, ímyndið ykkur þessi samskipti án þess að tölvan væri á milli manna, einmitt.

Falskleikinn á Facebook er oft og tíðum áþreifanlegur, hefur þú aldrei lent í því að “læka” status einfaldlega af því að þér finnst þú þurfa þess? Þú vilt ekki taka áhættuna á því að status-eigandinn taki eftir að þú sért ekki á meðal lækenda á meðan hann samviskulega fer yfir hvert og eitt “læk” og það geti jafnvel vakið upp grunsemdir hans um að þér líki ekki viðkomandi, Guð forði okkur frá því að fólk komi til dyranna eins og það er klætt á Facebook – það gæti jú valdið vandræðalegum vinslitum sem hvergi eru jafn mikið statement og akkúrat á Facebook, það er bara bless og bæ og “Add Friend” beint í fésið á þér.

Ég hef aldrei og þá meina ég, ALDREI, heyrt stelpur tala saman “in real life” eins og þær gera á Facebook, það væri gaman að prófa að tala þannig og athuga viðbrögðin – ég hef tekið þessa umræðu áður og ætla ekki að fjölyrða neitt meira um þetta, nema hversu skondið mér finnst þetta vera, nei sorry ekki skondið, ég meina asnalegt.

Það sem ég er að reyna að segja hérna er það að lífið er ekki endalaus dans á rósum, það eru þyrnar inn á milli og af hverju að reyna að halda öðru fram? Hvað græðir þú á því?- Annað en ósefandi undiröldu af angist og pressu til þess að stöðugt sýna fram á og viðhalda einhverju fullkomnu yfirborði sem er eins langt frá sannleikanum og hugsast getur. Þetta er eitthvað sem ég hef lært eftir því sem ég eldist, ég eltist ekki við fólk sem ég kæri mig í raun ekki svo mikið um, ég reyni að umkringja mig af fólki sem gefur mér mikið og ég því sömuleiðis. Afbrýðisemi, svik, baktal og sjálfhverfar manneskjur eru allt eitthvað sem ég kemst svo mikið betur af án.

Ástríður

8 thoughts on “Fake-book

  1. Þú ert svo mikill snillingur Ástríður!Frábær pistill hjá þér, og svo ótrúlega réttur.Gleðilegt nýtt ár ljúfan :o)

  2. Góð!!! Flottur pistill Ástríður og vel að orði komist eða á ég að segja "BIG læk" þú ert æði!!!

  3. Ég er búin að velta þessu smá fyrir mér í dag. Þegar ég hitti kunningja úti á götu og við spjöllum dregur maður ekki upp í langflestum tilfellum allt það góða og fína sem er að gerast í lífinu? Maður deilir sjaldnast sínum dimmustu leyndamálum. Fb- er ekkert annað en kunningjahópur þó maður eigi vissulega góða vini og fjölskyldumeðlimi þar líka.Það sem ég er að spá, er fb ekki bara tölvumiðillinn á því formi. Eru samskiptin eða það sem maður segir fólki eitthvað að breytast eða öðruvísi en þegar maður hittir það fólk á götu?Ég man við áttum þessar umræður í sumar í sambandi við blogg…sumir eru gjörsamlega að yfirkeyra þau í blómum og dúlleríi og fljúgandi á skýjakljúfrum og við vorum að tala um að það þyrfti að vera millivegur að fólk vissi um það sem er bara ekkert svo gott. En ég held maður skafi oftast af því slæma og brosi framan í heimin. Ég gæti allavegana ekki hugsað mér að skrifa allt það sem er að gerast í mínu lífi…þegar ég er að upplifa down kafla og framvegis.Í sambandi við spjallið, áhugaverður punktur. Ég er hinsvegar ekki sammála þér í því samhengi með mig þar að leiðarljís. Ég hef alveg sagt love you og álíka þar inni en það er nákvæmlega það sama og ég segi við fólkið. Ég ætla að vona allavegana að það sem ég segi þar komi nokkurnvegin út eins og minn karakter er ;)Ertu að ná þessum hugleiðingum. Góð grein og áhugaverð vinurKv. Fyrrverandi sambýlingurinn!

  4. Takk kæra fólk fyrir "feedbackið" =) Thelma auðvitað á maður að forðast alhæfingar í þessu eins og öllu öðru, ég geri mér grein fyrir því. Ég er nú alls ekkert að tala um að dimmustu leyndarmál hvers og eins verði að umræðuefni þegar fólk hittist eða að maður deili þeim á FB. EN FB er sérstakt samt að því leyti að fólk getur leyft sér að mála upp mynd sem er ótrúlega óraunhæf, sumir kaupa þessa óraunhæfu mynd og skilja ekkert í því af hverju þeirra líf er ekki eins mikið "walk in the park" og ég fer ekki ofan af því að mér finnst þessi miðill oft snúast um eitthvað vinsældarkapphlaup. Reyndar segi ég ekki kunningjum úti á götu að kærastinn sé sjáaldur augna minna og dreifi svo rósablöðum ofan á það, svo jú mér finnst FB öðruvísi en að hitta kunningja face to face. Varðandi bloggið, bloggarar setja auðvitað mest jákvætt þar inn, fer eftir eðli bloggsins. Persónulega finnst mér áhugaverðast að lesa blogg þar sem eru "ups and downs" svona alvöru dagbók á meðan öðrum finnst skemmtilegast að lesa blogg þar sem skellt er í eina köku á meðan hvíta heimilið var þrifið… Með spjallið þá eru ekki allir þannig – t.d. þú 😉 – en maaaargar stelpur eru svona, ég hef reynsluna, believe me, haha.. Jæja þetta er orðið allt of langt, en ég skil hvað þú ert að meina og fólk notar þennan miðil í ólíkum tilgangi, kannski er ég með óvenju marga á prozac á mínu FB.

  5. Flott færsla hjá þér Ástríður! Er svo mikið sammála þér hvað þetta varðar! Alltaf gaman að kíkja hér inn :)Kv. Jana

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s