Janúar – Júní

Jæja þá er ekki eftir nema rétt rúm vika af árinu og ég er búin að vera að fara í gegnum allar myndirnar mínar til að setja saman í einhvers konar annál. Ég verð samt að hafa þetta í tveimur hlutum því annars verða myndirnar allt of margar. Þetta ár var ótrúlega skemmtilegt, ótrúlega erfitt, lærdómsríkt og þroskandi og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að gera það sem gerði, ok byrjum: 

 
Við systkinin byrjuðum árið á því að fara í myndatöku
Ég ákvað að skella mér á Þorrablótið á Patreksfirði í janúar og fór með ferjunni Baldri, það var – svo ég orði það hóflega – viðbjóður! Ég var næstum því farin að gráta á mínútu fresti og bjóst alveg eins við því að skipið myndi brotna í tvennt. 
Dagarnir fyrir vestan voru svolítið í stíl við þessa mynd. Þorrablótinu lauk áður en ballið hófst þar sem einn gestanna kvaddi þennan heim við borðhaldið og litla tilfinningaflækjan sem ég er, þá sat það svo í mér að skemmtunin varð ekki mikil þessa helgi eftir það.

Febrúar var nú frekar tíðindalítill, fórum í göngutúr með Dimmu – reyndar oftar en einu sinni, en þessi ákveðni göngutúr festist á mynd

 Það var farið á djammið nokkrum sinnum og hér er ein mynd af slíkri skemmtun
 Í mars knúsaðist ég aðeins með þessari litlu perlu, henni Natalíu Kristínu – hér erum við á Vegamótum


Svo kom apríl og þá fórum við á árshátið hjá NordicaSpa
  
Þessi myndarlegi maður bauð mér til Flórida í apríl, hér erum við á Vox daginn sem við fórum út, að fá okkur brunch saman.
Við vorum ekkert að hata það að fá smá sól eftir kaldan og harðan vetur heima

Ég og Svenni erum sérlegir Florida aðdáendur og elskum að vera þar, við fórum í ræktina nánast á hverjum degi og á hverjum degi fékk ég mér tvöfaldan soya latte frá Starbucks, stundum fékk ég hann m.a. í rúmið á morgnana =)  
Ahh við borðuðum og drukkum, uppgötvuðum nokkra dásamlega veitingastaði sem voru aðeins fyrir utan aðal túristablettina. Keyrðum um íbúahverfin og heilluðumst af “picture perfect heimilum og fólki”
Þegar við komum heim frá Florida þá stökk ég upp í flugvél nokkrum dögum seinna og til Kaupmannahafnar þar sem ég var að byrja á námskeiði hjá PrimeraAir, sem átti eftir að verða vinnuveitandinn minn um sumarið. Hér er skápurinn sem ég svaf í.
….og hér er ég, pínu skelkuð yfir því að vera farin frá Íslandi og frá Svenna.
 
Við fórum í Nyhavn og fengum okkur að borða og nutum þess heldur betur að fá að sitja í sól og 20+ stiga hita á meðan Ísland upplifiði leiðinlegasta vor í manna minnum. 
 
Og með “við” þá meina ég ég og Thelma, my partner in crime. Við bjuggum saman í sumar og án hennar hefði þetta ekki verið nærri eins skemmtileg upplifun. Á þessari mynd er ég að læra að verða flugfreyja.
 Ég flaug heim yfir eina helgi í maí til að taka próf í sakamálaréttarfari. Ég var á námskeiði allan daginn og svo heim að læra fyrir próf á kvöldin, ég lærði þá að komast í gegnum daginn á þrjóskunni einni saman því ekki komst ég í gegnum hann útsofin.

 

Hér er ég, lærandi.

Svo kom ég aftur út til Köben, búin með prófið og gat einbeitt mér að því að klára námskeiðið hjá Primera

Fallega Köben
 Í lok maí fór ég svo aftur heim, ég lék svolítið við þennan litla engil
Óli bróðir með fallegu stelpuna sína. 

 

Heiðrún Hödd litla systir útskrifaðist sem stúdent af málabraut úr Kvennaskólanum, fallegust! Hér er ég komin á hótelið á flugvellinum á Arlanda, Svíþjóð. Ég átti eftir að taka æfingaflugin mín og íbúðin var ekki laus fyrr en 1. júní þannig að ég gisti hér í 3 nætur og fór ekki út fyrir flugvöllinn.
 
 Þetta var útsýnið úr glugganum mínum yfir flugvöllinn

Næs herbergi
Fyrsta æfingarflugið mitt, hér á Kýpur. 
 Fyrsta máltíðin í íbúðinni okkar á Kungsholmen í Stockholmi, nánar tiltekið á Celsiusgötunni
 Notalegu svalirnar okkar.
 Hér er ég komin í uniformið mitt
 Að segja að ég hafi verið þreytt eftir flug væri algjört under-statement!
 Við röltum óendanlega mikið um götur Stockhólms
Thelma
 Ég fékk auðvitað Svenna minn í heimsókn, best í heimi!
   
Ég veit engann myndarlegri eða ljúfari en hann.  
 

Elsku Thelman mín, hér sitjum við og fáum okkur kanilsnúð á Saturnur kaffihúsi.

 
Það var oft mjög mikið hlegið, enda höfum við háþróaðan og fágaðan húmor 😉 
Sænskur ís með strössel eftir heimsókn í dýragarðinn í Stockholmi.
Fjúff!! 
Næst er það júlí- desember.
Advertisements

4 thoughts on “Janúar – Júní

  1. Díses…ég er búin að skoða þessar myndir svona fjórum sinnnum núna og farin að HÁSKÆLA (samt ekki). Ohhh miss toughs times…svo gaman…svo erfitt…en SVO GAMAN!

    THB

  2. Anonymous says:

    Æðislegar myndir Ástríður mín, það ættu allir að gera þetta einu sinni á ári að renna svona yfir myndirnar sínar og upplífa aftur!!! Mér hlýnaði um hjartaræturnar mínar að sjá mynd af þér með Natalíunni minni í yfirlestrinum;)

    Ps Fallega afmæliskakan var Dýrleg svo ekki sé meira sagt;*

    Knús á BA gráðuna mína frá Steinunni Gráðulausu;)

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s