3/4

Úff! Fyrsta sinn í dag sem ég sest niður og anda aðeins… Próf í morgun frá 9-13 og svo skrapp ég aðeins í Tekk og svo heim að þrífa, setja nýtt á rúmin o.þ.h. Ég vil ekki eiga þetta eftir þegar prófin klárast, heldur hef ég verið að reyna að gera þetta smátt og smátt svo ég geti notið jólafrísins, enda er það orðið ansi fullbókað. En ég fór sem sagt í Tekk og keypti m.a. þetta dásamlega ilmkerti frá Crabtree & Evelyn, ég elska þessar vörur – alvöru gæðailmkerti og svo líka sápur og krem etc. En verðið á þessum kertum er reyndar ekkert grín, ég verð að passa mig að standa við hliðina á því svo ég missi ekki af einu einasta sniffi, en ég hef eiginlega ekkert keypt af jóladóti þetta árið svo þetta er nú ekki alslæmt.

Jæja nú ætla ég að fá mér að borða (betra að gera það oftar en einu sinni á dag!) og svo lúlla smá áður en næsta lærulota hefst í kvöld…

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s