![]() |
Nóbel veislan 2007. |
Eins og þið vitið þá er ég sérleg áhugamanneskja um kóngafólk og sérstaklega sænsku kóngafjölskylduna, lengi lifi konungsveldið! Allavega, þá er Nóbel kvöldverðurinn á morgun og ég, lúðinn, hlakka ótrúlega til að sjá alla fallegu kjólana! Ég skal reyna að finna myndir og setja hingað inn frá kvöldinu =)
hehe fínt að vita að það eru fleiri sökkerar fyrir þessu, æj þetta er bara svo skemmtilegt eitthvað
haha lúði 🙂 Vinkonur mínar hérna úti eru reyndar að vinna sjálfboðavinnu á Nóbelkvöldinu, eru að þjóna til borðs og búnar að taka þátt í að undirbúa þennan viðburð á fullu. Bögg að ég fattaði ekki að sækja um þetta starf, þótt það sé ólaunað þá er örugglega geggjað að upplifa eitt stykki Nóbelskvöld! 🙂
.. kv. Hrefna :)(P.s hvað vel ég þegar ég kommenta? Kann ekki á þetta! haha :))
OH MY GOD! Hrefna það hefði sko EKKI verið leiðinlegt =) …og já ég viðurkenni það fúslega að ég er lúði hvað þetta varðar, en það er allt í lagi =)
Þú velur bara anonymus =) ..en muna þá að skrifa nafnið þitt fyrir neðan 😉
Það er bara svo einstaklega gaman að fylgjast með konunglegum og co. koma saman í sínu fínasta pússi :)kv. Auður Jónsd.