Í framtíðinni

Ég sakna Stockhólms svo mikið! 
Langar að eiga þar fallega íbúð og góða vinnu. Íbúðin væri nokkuð miðsvæðis, draumaíbúðin væri í Vasastan.
Ég væri búin að innrétta hana af mikilli natni og ég gengi í fallega sniðnum drögtum. Svenni ætti eitt stk. líkamsræktarstöð og við færum í borgarferðir oftar en við skryppum í bíó. Við ættum börn sem við gerðum fullt af skemmtilegum hlutum með og sem við myndum ganga með á leikskólann/skólann áður en við myndum svo halda áfram labbinu í vinnuna. Á sumrin væri ég í opnum hælaskóm og pilsum en á veturna væri ég í leðurstígvélum og þykkum ullarkápum,  með mjúkan kashmír trefil um hálsinn og frostið myndi bíta í kinnarnar. Ég ætti engan bíl og það væri allt í lagi, það væri hvort sem er svo langt síðan ég keyrði síðast að ég væri orðin óörugg í umferðinni. 
Er þetta nokkuð óraunhaæft?

6 thoughts on “Í framtíðinni

  1. Það eina óraunhæfa er: hvar eru tengdó sem þurfa að vera að passa börnin á meðan þið eruð í borgarferðunum? að öðru leyti hljómar þetta guðdómlega! 🙂

  2. Þetta líst mér frábærlega á. Það er ekki sniðugt að skoða stocholms-bloggfærslurnar þínar eins og ég gerði um daginn. Kallar á "heimþrá"Kv. Frv. sambýlismaðurinn.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s