Átfitt dagsins

Jú eins og þið vitið þá þarf að leita langt til að finna einhvern sem er jafn móðins og ég og jafnvel þó tilefnið sé ekkert sérstakt (í dag er það einfaldlega prófalestur) þá einfaldlega verð ég klæða mig upp á hverjum degi eins og góðum tískudrósum sæmir. Í dag ákvað ég að hugsa út fyrir rammann og nota náttklæðin að hluta til sem dagfatnað. Ég lét það því eiga sig að fara úr blómanáttbuxunum mínum (Abercrombie & Fitch) og hvíta hlýrabolnum mínum (H&M) og henti yfir mig grárri peysu (Gina Tricot), átfittið er svo ekki fullkomnað án góðs skóbúnaðar og urðu dökkbrúnu UGG´sarnir mínir fyrir valinu – sem ég nota meira inni en úti sökum krónísks fótkulda sem ég tel vera afleiðing marmara- gólfefnisins. Marmari, sem er notaður sem gólfefni í heitum löndum til að kæla húsin,  er jú svo bráðnauðsynlegur hér á landi þar sem hitinn verður jafnan trópíkalskur.

Advertisements

One thought on “Átfitt dagsins

  1. M says:

    SKÁL! vá.. ég kann svo innilega að meta þetta klæðaval, er í nákvæmlega sama fíling haha… enda er þetta outfitt algjörlega í stíl við veðrið 😉
    smekkmanneskja verð ég að segja haha..

    Gangi þer vel að læra! 😀

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s