Blogg-sködduð

Ég og Dimma á leið í göngutúr í gærkvöldi í rigningunni.

Ég er farin að hugsa mjög mikið í bloggfærslum og það er svolítið óþægilegt/fyndið. Ég er núna búin að blogga án hlés í tæpt ár og mér finnst það mjög gaman, en stundum finnur maður smá pressu að setja alltaf eitthvað skemmtilegt hingað inn, það eru alveg takmörk fyrir því hversu spennandi líf námsmanns getur orðið en ég hef samt persónulega gaman af að lesa blogg sem fjalla einfaldlega um hversdagsleikann, þarf ekkert endilega að vera eitthvað húllumhæ alla daga.

Ég hugsa mjög oft hvort ég eigi að hætta þessu bloggi, ekki af því að það sé leiðinlegt, heldur upp á framtíðina að gera. Er ég að deila of miklu? Ég reyni alltaf að hugsa þannig að mér væri sama þó færslan myndi birtast á forsíðu dagblaðs, ef mér væri ekki sama þá myndi ég ekki birta myndina/færsluna. Mér finnst ég vera nokkuð opin hérna, en ég reyni að passa mig á því að vera ekki persónuleg og deila með mér mínu einkalífi þó ég lýsi því stundum hvernig mér líði þá gef ég endilega ekki ástæðuna fyrir líðaninni. Á meðan ég passa mig á þessum mörkum þá held ég að líf mitt sé ekki endilega sett á glámbekk með þessu bloggi og ég gæti alveg ennþá orðið forseti án þess að fortíðin- bloggið kæmi og biti í rassinn á mér.

Þá er það bara aðeins meira kaffi og aðeins meiri skattaréttur!

Advertisements

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s