Gamaldags súkkulaðikaka

Jú, þið vitið, þegar maður ætlar að læra heima þá vill það oft gerast að maður finni sér eitthvað annað að gera og vitir menn, ég ákvað að skella í eina klassíska köku sem hefur verið lengi lengi í fjölskyldunni og er alltaf jafn góð. Ég missti mig aðeins og fékk mér tvær vænar sneiðar! En ef Svenni spyr þá fékk ég gesti í heimsókn.

Hér er uppskriftin:

Kaka
150 gr. suðusúkkulaði
1 1/2 dl. mjólk
50 gr. púðursykur
1 tsk vanillusykur
100 gr. smjör
1 1/2 dl. sykur
3 egg
150 gr. hveiti
1 tsk lyftiduft

Krem
1 1/2 dl. flórsykur
3 msk. mjúkt smjör
1 tsk. vanillusykur
1 1/2 msk kaffi
Ristaðar möndluflögur

Aðferð: Bræðið súkkulaðið saman við mjólkina og bætið við púðursykri og vanillusykri, látið kólna. Hrærið smjör og sykur vel saman og bætið við eggjunum einu í einu. Sigtið hveiti og lyftidufti út í ásamt súkkulaðiblöndunni. Hellið hrærunni í vel smurt og hveitistráð form. Bakið við 175°c hita í 40 – 50 mín. og passið að opna ekki ofninn á meðan á bakstri stendur. Kælið.

Flórsykurinn er sigtaður í skál og hrærið smjörið og vel saman við. Bragðbætið með vanillusykri og kaffi. Smyrjið glassúrinn á kalda kökuna og stráið ristuðu möndluflögunum yfir (ég ristaði þær á þurri pönnu)

P.s. ég setti aðeins minna hveiti en stendur í uppskriftinni, þannig verður kakan aðeins blautari.

Advertisements

3 thoughts on “Gamaldags súkkulaðikaka

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s