Heilsan

Í október í fyrra þá var ég að vinna að mjög svo erfiðu og taugastrekkjandi verkefni í skólanum og ég sat mest heima við eldhúsborðið og þambaði kaffi á meðan ég lúslas dóma í skaðabótarétti og reyndi að hnuðla saman verkefninu. Ég fékk nóg af setunni og súrefnisleysinu og þó það hafi ekki verið kveikt á mörgum perum þarna uppi eftir 8 tíma setu við tölvuna þá hafði ég næga uppsafnaða orku. Ég ákvað því að drífa mig út í kuldann og hlaupa smá hring í myrkrinu, síðan þá hef ég eiginlega ekki hætt. Ég hef í gegnum tíðina hlaupið með jöfnum millibilum en svo hætt því og byrjað á öðru, nú 10 mánuðum seinna er ég enn að hlaupa og ég veit fátt betra. Ég reyni að hlaupa þrisvar í viku en stundum tekst það ekki og það er allt í lagi því ég geri eins vel og ég get. Undanfarnar tvær og hálfa viku er ég búin að vera með hitavelgju, kvef, hálsbólgu og orkuleysi og hef af þeim sökum ekkert hlaupið, það er því smá púl að byrja aftur en þolið kemur fljótlega. 
Ég fór að hugsa í dag þegar ég var úti að hlaupa hvað ég er þakklát fyrir að hafa heilsu og finna hvað ég er sterk og vera heilbrigð, mér finnst ég aldrei jafn sterk og þegar ég er úti að hlaupa og oft finnst mér ég geta sigrað heiminn, sú tilfinning rennur oftast af mér með sápunni í sturtunni, en hún er góð á meðan hún varir. Ég hef verið veik, mjög veik, og er því enn þakklátari fyrir það að hafa heilsuna mína og hlúi eins vel að henni og ég get. Ég þekki tilfinninguna að liggja inni á spítala þjökuð af kvölum og þrá ekkert heitar en að geta andað að mér köldu vetrarloftinu og ég þekki líka tilfinninguna að vera syfjuð af flogaveikislyfjum og finnast ég stöðugt vera þreytt og lúin.
Ég elska að hlaupa því ég þarf ekkert að hugsa, bara hvar ég ætla að beygja næst. Ég get hreinsað hugann og kem endurnærð tilbaka, þessi 15 kg. sem ég hef losað mig við síðan í október eru bara bónus miðað við vellíðanina sem ég finn fyrir eftir hlaupin.

4 thoughts on “Heilsan

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s