Uppskriftir

Ég bakaði mjög einfalt og gott bananabrauð um helgina. Ég fæ svo mikla angist þegar ég sé banana hjá mér skemmast, ég VERÐ að nota þá! Í alvöru, þetta er ekkert grín. Þannig að í staðinn fyrir að henda þessum bönunum sem voru á síðasta snúning þá fór ég og keypti það sem mig vantaði til að geta bakað þetta brauð. Uppskriftina finnið þið HÉR og það eina sem ég gerði öðruvísi var að bæta við valhnetukjörnum sem ég hakkaði ofan í deigið. Prófið þetta 🙂

Svo er það bláberjakókoskakan:

75 gr smjör
2 egg
1,5 dl sykur
0,5 st sítróna, safi og
3 dl kókosmjöl
1.5 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
2 dl fersk bláber
2 msk sykur

Setjið ofninn á 175°c. Bræðið smjörið og kælið. Hrærið saman sykur og egg. Blandið þessu tvennu saman og bætið út í sítrónusafanum og berkinum ásamt hveiti, kókos og lyftidufti. Hrærið saman og hellið í ferhyrnt form sem þið eruð búin að smyrja og strá dálitlu kókosmjöli í. Hellið svo yfir 2 dl. af bláberjum og stráið að lokum sykrinum yfir. Bakið í 30 mín. Leyfið aðeins að kólna áður en þið skerið kökuna í smá bita og berið fram með vanilluís eða þeyttum rjóma.

Advertisements

2 thoughts on “Uppskriftir

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s