Símamyndir

Hér eru nokkrar myndir sem ég fann í símanum mínum. Ég hef ekkert verið að birta þær, enda eru þær hvorki merkilegar né þjóna þær einhverjum sérstökum tilgangi… EN það er oftast gaman að skoða myndir ef manni leiðist, hér eru myndirnar:

Rigning í Stockholmi, það sem var skemmtilegt við þessa rigningu var að hún kom BEINT niður og ekki á SKÁ og því kom regnhlífin að góðum notum og bara nokk kósý að rölta um í skjóli hennar.

Mér finnst frekar vandræðalegt að vera að taka mikið af myndum í vinnunni en hérna laumumyndaði ég inn í cockpit. Reyndar ekkert mjög skýr mynd og þar af leiðandi ekkert sérstaklega skemmtileg, það hefði líka verið pínu vandræðalegt ef flugmennirnir hefðu snúið sér við og haldið að ég væri að laumumynda þá.

Bara mynd af mér..að drekka kaffi… það sem er minnisstætt við þennan dag er það að hitinn var mjög mikill úti en ég hafði ekki áttað mig á því og fór í galla/leðurbuxur OG með hatt niðrí bæ. Það var sveitt og klístruð Ástríður sem rölti um götur bæjarins þennan dag.

Bragðgóður og litríkur ís, keypti hann eiginlega bara út af kurlinu.

Boost og vefja á Blueberry, stundum að vera hollur…STUNDUM.

Tíndi ber í skóginum og borðaði. Borðaði ca. 20 hindber sem hefðu kostað mig ca. 2000 kr. heima í Hagkaup. Alltaf að græða.

Ástæðan fyrir þessari mynd er sú að ég hafði ekki greitt á mér hárið í ca. sólarhring og haft það í snúð (nenni stundum bara ekki að greiða mér, ég meina að nenna því, NENNA!!)… Allavega þá fannst mér hárið svo stórt og ljótt og mér fannst það skondið… Ha. Ha.

Tók mynd af mér nývaknaðri, ætlaði að senda Svenna myndina með sætri kveðju en tók svo upp video í staðinn (sem þið fáið ekki að sjá) og notaði ekki myndina, eins stórfengleg og hún er.
Advertisements

5 thoughts on “Símamyndir

 1. Anonymous says:

  Gaman gaman gaman! þú heldur í mér lífinu á 6-vöktunum!!! :*

  Knús,
  Lára Dís

 2. Alda says:

  Ég þekki þig ekki neitt en finnst ofsalega gaman að lesa bloggið þitt, svo jákvæð og drífandi. Geturu bent okkur á uppáhalds lífstíls/tískubloggin þín? Bæði íslensk og erlend?

  B.kv.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s