Best

Ég þurfti að drepa smá tíma á flugvellinum í Osló í gær áður en ég gat haldið heim til Stockholms. Mig vantaði nýja hreinsimjólk og sturtusápu og ákvað að festa kaup á þessu tvennu. Möndluolíusápu frá Loccitaine og hreinsimjólk frá Christian Dior. Setti smá af sápunni í baðið mitt í gær og það var lovely, svo setti ég punktinn yfir i:ið með því að bera á mig hreina kókosolíu sem ég keypti um daginn…lúxus fyrir húðina! Ég elska kókosolíuna og set hana meira að segja í andlitið á mér áður en ég fer að sofa, ég sem hef alltaf verið hrædd við að nota olíu í andlitið af því að ég hef oft verið í vandræðum með húðina á mér, þá hentar þessi kókosolía mér mjög vel.

Ég er slöpp í dag eftir ömurlegan dag í gær, varð mjög veik í fluginu mínu, ekki besti staðurinn til að veikjast – það er ekki eins og maður geti þá bara farið heim.

Jæja, nú ætlum ég og sambýlingurinn að fá okkur eitthvað að snæða.

Heyrumst!

Advertisements

5 thoughts on “Best

 1. Guðrún Lilja says:

  Eeeelska þessa möndluolíu sápu! Það er einmitt til body-oil í þessari línu líka sem ég get ekki beðið eftir að prófa 🙂

 2. Já Guðrún hún er DÁSAMLEG! En ég mæli sko með að þú prófir kókosolíuna, þetta er eins og að smyrja sig með bounty nammi 😉

 3. M says:

  ..kókos er bara málið í einu og öllu! er að segja þér það! 😉

  2 dagar og 20 tímar… AWÚHÚ!..

  ps. þessi ís er aðeins of girnilegur.. tók alveg gott stopp við þá mynd! haha

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s