RunKeeper

Nývöknuð og já, hárið, það er óafsakanlega ógeðslegt.

Ég er ekki búin að hlaupa í TVÆR VIKUR! Og í dag er dagurinn þar sem við ætlum að gleyma því óheppilega hliðarspori og halda áfram á beinu brautinni eins og ekkert hafi í skorist. Þurfa ekki allir íþróttamenn smá pásu hvort eð er, til að “sjokkera” líkamann eins og allir segja? 😉

Ég er farin að hlakka alveg ofboðslega mikið til að fara heim og í dag eru 15 dagar þangað til ég fer heim, það er nú ekki mikill tími en ég á samt eftir að gera svo margt skemmtilegt á þessum tíma. Ég er farin að hlakka til að komast í rútínuna, mér líður best í rútínu… Og ég hlakka til að byrja í skólanum, það er í fyrsta skipti í svolítið langan tíma sem ég hlakka til skólans og mér finnst það æðislegt! Um jólin fæ BA gráðuna mína (vonandi) og er þá orðin double-BA-gráðari, held ég láti það þá gott heita af BA gráðum og sný mér að masters gráðunni. Fyndið hvernig lífið fer aldrei eins og maður hefði haldið, ef einhver hefði sagt mér eftir menntaskóla að ég myndi fara í frönsku og svo lögfræði hefði ég hlegið af viðkomandi.

Jæja núna ætla ég að testa application sem heitir RunKeeper á meðan ég hleyp, allt umfram 1 km. er afrek hérna í þessum hita og súrefnissnauða lofti. Núna er ég allavega búin að afsaka mig fyrirfram 😉

4 thoughts on “RunKeeper

 1. Unnur Tara says:

  Vá hvað þú ert tönuð! Sakna þín rosa mikið!! Hlakka til að fá þig heim 🙂
  :**

 2. Ómar R. Valdimarsson says:

  Tek undir þetta með rútínuna og skólann! Runkeeper er snilld – ef þú splæsir í WIFI baðvog frá Withings muntu aldrei geta sofnað með góðri samvisku ef þú hefur ekki æft eða borðað of mikið… svínvirkar með Runkeeper! 🙂

 3. Unnur mín sakna þín líka og hlakka til að sjá þig ;*

  Haha Ómar þú verður að segja mér meira um þessa Wifi vigt, eða vil ég vita meira? 🙂

 4. Anonymous says:

  Flottur bleiki toppurinn 🙂
  Skemmtilegt bloggið þitt.

  Kveðja, Ester

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s