27.07.11

Thelma að velta fyrir sér tilgangi lífsins.

Í dag er SÓL! Við vinkonurnar ætlum aldeilis að nýta það, planið er að fara og kaupa smá nesti í bakaríinu og setjast út í garð og chilla. Thelma er að fara til Gautaborgar seinna í dag, þannig að ég verð ein hér í nótt, hata það. En svo fer ég til Osló á morgun og kem heim seint aðfaranótt laugardags, ég held að Thelma verði ekki heima þá þannig að ég verð að finna mér eitthvað skemmtilegt að gera. Mig langar að fara “vintageshopping” – ég hef ekkert gert það í sumar, hef bara yfir höfuð ekki shoppað mikið í sumar! En maður þarf að gefa sér góðan tíma í vintage búðum, ekkert stress, enginn að bíða eftir manni, bara skoða rekka fyrir rekka og slá eftir slá til að reyna að finna einhverja gersemi. Ég hugsa að ég fari í Beyond Retro, held að það sé stærsta vintage búðin hérna.

Ég er svo massíft “overdue” á öllu sem viðkemur minni almennu bjútírútínu að það er svakalegt. Augabrúnirnar mínar eru farnar að grátbiðja um smá lit og plokk og rótin í hárinu er orðin skuggalega mikil, ég hef oft verið nærri því að kaupa pakkalit í búðinni, EN, svo nær skynsemin yfirhendinni sem betur fer og ég hef þvi sleppt þvi. Ég fæ mig einfaldlega ekki til að gera þessa hluti hér því þetta er svo ÓGEÐSLEGA dýrt… svo er það reyndar svolítið skrítið hvað mér er farið að þykja vænt um rótina, hún gefur mér svona edgy karakter 😉 En þegar ég kem heim til Íslands verður þessu öllu kippt í lag… Á núll einni.

Jæja, þetta var yfirborðskennda skinku-bloggfærsla mánaðarins, njótið vel.

Advertisements

2 thoughts on “27.07.11

  1. M says:

    hahaha.. bjútírútína, gott orð 😉

    En ÚU við verðum að fara í þessar vintage búðir líka þegar ég kem 😀 …Ég spurði Thelmu útí þær, og hún sagði að það væri eiginlega ekkert til af þeim þarna úti .. ?

    …14

  2. Haha.. jú jú þær eru alveg til, við höfum bara ekkert verið að fara mikið í þær, þar sem frú Thelma verslar ekki föt sem annar hefur átt 😉
    Ég skal sýna þér þetta þegar þú kemur!!!! 🙂

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s