Líkamsræktin

Í dag er skýjað, eins og svo oft. Ég verð nú að segja það að ég bjóst við meiru frá þér Stockholmur? En vonandi verður veðrið tipp topp frá 11. – 15. ágúst því þá koma tvær fallegar dömur í heimsókn hingað til mín og Thelmu. Vinkona mín Guðrún kemur í heimsókn og ætlar að fljúga með mér heim þann 15. ágúst og Margrét vinkona hennar Thelma kemur líka þann 11. ágúst og fer með Thelmu heim tæpri viku á eftir mér. Það verður nú aldeilis stuð að fá svona skemmtilega gesti.

Ég er að spá í það hvort ég eigi að fara út að hlaupa, ég hef ekkert hlaupið í rúma viku og mér líður ekki vel í líkamanum. Finnst ég vera orðin skvöpuð og löt og ljót. Málið er bara að það er ekkert spes að hlaupa hérna ef það er mjög heitt, þá finnst mér ég varla geta andað og er búin á því eftir aðeins helming þess sem ég hleyp vanalega heima. Þannig að mér finnst ekkert sérstaklega gaman að líða eins og ég sé á byrjunarreit þegar ég fer út að hlaupa. Ég fann svo mikinn mun þegar ég og Svenni fórum í ræktina um þarsíðustu helgi og ég fór  á brettið – að geta andað dásamlegu súrefni að sér sem nærði hverja frumu, stundum finnst mér alveg rosalega lítið súrefni í loftinu hérna, best auðvitað þegar það er rigning eða smá úði. Og já, ástæðan fyrir því að ég kaupi mér ekki bara kort í ræktina er sú að ég fer heim eftir tæpar 3 vikur og eina vikuna er ég að vinna rosalega mikið þannig að ég tími ekki að kaupa mér mánaðarkort, hefði auðvitað átt að kaupa kort í byrjun sumars…oh well, ég hef allavega ekkert fitnað.

Jæja núna VERÐ ég að fara og fá mér kaffi. Langar ekki í uppáhellt og ætla að splæsa í mig tvöföldum soya latte.

Advertisements

2 thoughts on “Líkamsræktin

 1. M says:

  Váá´… hvað ég hlakk til!! ég iða í skinninu við tilhlökkun! 😀
  Þetta verður hreint FAB!

  ps.er ekki nóg líkamsrækt að hlaupa með trolly-inn inn og útúr gally-inu 😉
  ..talandi ekki um pöbba/staða-RÖLT og SJOPPING!
  Engin þörf fyrir líkamsræktarkorti!

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s