A night out

Fórum og gerðum okkur glaðan dag (kvöld) í gær. Byrjuðum á Vapiano þar sem ég fékk hrikalega gott pasta með chilisósu sem var svo sterk að ég þurfti að snýta mér á 10 sek fresti. Röltum svo upp til Södermalm og hittum vinkonu hennar Thelmu á bar þar sem allir voru svona ógeðslega 101 rvk svalir, hlustandi á tónlist sem ég hef aldrei heyrt áður (það er möst nr. 1 ef maður ætlar að vera 101 svalur), í vintage fötunum sínum sem ég held að hafi verið ástæðan fyrir yfirþyrmandi kjallarageymslulykt, flestir drekka bjór, rúlla upp sínar eigin sígarettur og mála eða semja tónlist í frístundum. N.b. ég hef ekkert á móti vintage fötum, en ég þvæ þau fyrir notkun. N.b. nr. 2 – ef einhver hugsar núna “djöfull er hún snobbuð” farið þá og hoppið upp í ra…..! á ykkur, það er ekki það sem ég er að reyna að vera. Ég vil bara vera á stöðum þar sem ég get allavega raulað með EINU lagi, ég get pantað mér kokteil eða freyðivín án þess að skammast mín fyrir það og þar sem ég get andað að mér ilmvatnsstækju en ekki hasslykt. Allavega, eftir þessa “upplifun” fórum við niður á indæla Stureplan og á sama stað og síðustu helgi og Elin Kling stóð meira að segja við barinn í þetta skipti líka. Að lokum var skútunni stýrt heim að Celsiusgötunni með skyldubundnu stoppi á McDonalds, tveir ostborgarar, sódavatn og kaffi.

Núna ætla ég að fara að hafa mig til fyrir vinnuna, átti ekkert að fljúga fyrr en á þriðjudaginn en ég og Thelma skiptum um flug, veðrið er hvort eð er ekkert spes og ég hef ekkert betra að gera.

Laters.

Advertisements

6 thoughts on “A night out

 1. Maríanna says:

  þú ert dásamleg! ég bíð alltaf spennt eftir að lesa færslurnar þínar, ekki margir sem geta verið hreinskilnir án þess að skammast sín fyrir það OG fyndnir. Knús til Sverge 🙂

 2. Unnur Tara says:

  SNOBB!
  haha nei bara grín! Flott mynd af ykkur 🙂
  Sakna þín rosa mikið :*

 3. hróðný says:

  hahahaha…ilvatnsstækja frekar en hasslykt!-held ég verði nú að vera sammála þér þar en það er auðvitað bara snobbið í mér sem talar;)
  lovjú, h.

 4. Arna Þorsteins says:

  Mér finnst þú bara svolítið of mikið sæt!!.. ef þetta kallast snobb, þá ætla ég að vera snobb líka með þér;)

 5. M says:

  Hahahha… sjiii elska þessa lýsingu hjá þér 😉
  fannst einsog ég væri komin á staðinn!

  var thelma ekki búin að segja þer frá Fab-kvöldunum okkar hérna heima´á 'Islandi ?
  því við tökum sko svoles aldeilis þegar við komum heim´! 🙂

 6. Anonymous says:

  haha Mér finnst samt best þegar þú talar um hasslykt en veist samt ekkert hvernig lykt það er 😉

  Fyrir ykkur sem ekki vitið hvernig staður þetta var þá er þetta ansi mikið í líkingu við Kaffibarinn, bara aðeins snyrtilegri 😉

  Kv. Sambýlingurinn 😀

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s