Farmer’s Market – Fell

Mig er lengi búið að langa í gráa, létta lopapeysu og hvað er þá fallegra en peysurnar frá Farmer’s Market? Ég er að spá í að kaupa eina þegar ég kem heim, mjög gott fyrir kuldaskræfu eins og mig að eiga eina svona létta en samt hlýja til að geta hent yfir mig í vetur. Mér finnst mjög gaman að styðja íslenskan iðnað og mér finnst vörurnar frá Farmer’s Market alveg einstaklega fallegar, eins finnst mér það mjög lélegt þegar konur heima á Íslandi fara að apa eftir hönnuninni til að SELJA, eins var það t.d. með Emami, muniði? Lélegt. 

Á óskalistanum mínum fyrir veturinn er:

Hunter Wellington stígvél svört eða ólífugræn
Peysa frá Farmer’s
Létt úlpa/jakki frá 66° Norður (Mér finnst nýji jakkinn Snæfell einstaklega flottur, sérstaklega guli liturinn) en hann kemur ekki strax í búðir :/

Annars eitt fyndið, ég hafði samband við eina búð í Dubai í síðasta mánuði út af brúðarkjólnum sem mig langar í, fann búðina í gegnum heimasíðuna hjá hönnuðinum þannig að þetta er alveg authenic! En allavega, þá var hann að láta mig vita af því að kjólarnir væru komnir á 50% afslátt, Brúðkaups-seasonið er auðvitað að líða undir lok og nýjar línur fara að koma!! Ég er að bíða eftir svari hvort að meðal þessara kjóla sé kjóllinn MINN, krossa putta! Ástæðan fyrir því að ég athugaði með Dubai er sú að PrimeraAir byrjar að fljúga þangað aftur í haust og þá gæti maður kannski reynt að kaupa hann þaðan, eða fengið einhvern til að kaupa.

En talandi um brúðkaup! Í dag gengur elsku vinkona mín Kristín Brynja að eiga Óla sinn!! Það sem ég vildi vera fyrir vestan núna og fagna með þeim og öllum vinum mínum á æskuslóðum, Patró getur verið svo dásamlegt á sumrin, sérstaklega þegar allir vinir eru samankomnir. En ég verð með þeim í anda og skála fyrir þeim í kvöld. 

Jæja, núna ætla ég að vona að sólin fari að kíkja fram, samkvæmt norsku veðurspánni átti hún að skína skært frá kl. 12 og klukkan er 11.50, they better be right.

Advertisements

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s