Charcuterie

Byggsalat með kasjúhnetum, prosciutto crudo, salami með hvítlauk, ólífur, sólþurrkaðir tómatar, fetaostur, melóna, salat og rennandi mjúkur brie ostur – skolað niður með rauðvíni. 

Ég fór í búðina og ætlaði að kaupa eitthvað einfalt og leiðinlegt til að borða í kvöldmat en svo ákvað ég að gera vel við mig þar sem ég á það skilið, svo mikið skilið. Hefði auðvitað verið skemmtilegt að hafa Thelmu mína heima en hún er í vinnunni og var líklegast ennþá í Osló þegar sprengingin átti sér stað!!

Ég sofnaði ekki fyrr en 6 í morgun og er því búin að vera pínu ringluð í dag, en ég hef haft margt að hugsa um og hef ekki sofið neitt allt of vel sökum þess. Mér líður eins og það sé sífellt verið að setja mig í gegnum einhverjar prófraunir, ekkert sem ég get sagt frá, en undanfarið hefur mig stundum langað til að leggjast bara undir feld. Taugarnar eru alltaf þandar til hins ýtrasta og hjartað slær hraðar oft á dag þegar tilfinningarnar verða of miklar. En ætli þetta hafi ekki allt sinn tilgang og ætli þetta þroski mann ekki á vissan hátt, ég held það. Sumir ganga í gegnum lífið án teljandi áfalla og allt gengur samkvæmt áætlun, barneignir eru sjálfsagður hlutur, gifting, fjölskyldubönd o.s.frv. – ég lít á það þannig að þeir sem þurfi að hafa meira fyrir hlutunum eða upplifi breyskleika lífsins á einhverjum tímapunkti, séu þakklátari fyrir þessa “sjálfsögðu hluti” og líti lífið öðrum augum og gleðjist meira yfir litlu sigrunum í lífinu, en það er bara mín skoðun.

Advertisements

7 thoughts on “Charcuterie

 1. M says:

  Þú ert algjört blóm 🙂
  og yndislega girnilegt matarhald hjá þér, ég pant svonaa þegar ég kem 😀
  17..

 2. Anonymous says:

  Hæ, vildi bara láta þig vita að ég les færslurnar þínar alltaf og finnst gaman að geta fylgst með 🙂 Skal reyna að vera duglegri að kommenta!!

  Langaði svo bara að skilja eftir smá quote sem hjálpar mér stundum;

  “Anyone can give up, it's the easiest thing in the world to do. But to hold it together when everyone else would understand if you fell apart, that's true strength.”

  Hafðu það gott og njóttu seinustu daganna þarna úti 🙂

  Kv. Lilja

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s