Rigningardagur

Var komin heim rúmlega þrjú í nótt og sofnaði ekki fyrr en um 4 leytið þannig að ég leyfði mér að kúra alveg til eitt í dag og ég er ekki alveg farin á fætur ennþá. Í dag er rigning þannig að það er ekkert sem pressar á mig að fara úr rúminu. Ég væri reyndar alveg til í að rölta á kaffihúsið “mitt” Kaffeverket og fá mér einn Americano og eitthvað gott sætt með og lesa bók, nýja uppáhaldshobbýið mitt 😉
Ég var nú pínu smeyk í nótt þegar ég var að labba heim úr rútunni, en í fyrradag var stelpu nauðgað við torgið þar sem ég steig af, henni var kippt inn í stigagang og henni nauðgað og maðurinn (geðsjúklingurinn) hefur ekki fundist enn, þannig að hér í grennd er laus nauðgari og manni líður ekkert allt of vel að labba einn heim með þá vitneskju í hausnum. Ég þarf sem betur fer ekki að fljúga nein næturflug á næstunni þannig að ég þarf ekki að vera að labba heim ein svona seint á nóttunni.

Núna ætla ég að rista mér brauð og hella upp á kaffi og reyna að gera eitthvað gott úr þessum degi. Hvað eruð þið að gera?

Advertisements

4 thoughts on “Rigningardagur

 1. Anonymous says:

  Drekka tee, borða ristabrauð og hlusta á gufuna 😉

  Kv. your roomie

 2. M says:

  ..borða epla- og perusalat, drekka engifer-te og lesa bloggið þitt í vinnuni! 🙂
  það er semi-rigningardagur her líka..

  Hlakkka til að prófa kaffihúsið þitt.
  kv. 20 dagar!!!

 3. Anonymous says:

  Oj þú verður að kaupa þér meis eða eitthvað.
  Já eða alvöru skírlífsbelti úr stáli.
  Farðu varlega

  -Yrsa Örk

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s