Frí

Spánn, ágúst 2010

Mig langar að setjast upp í flugvél og fljúga til lands sem ég hef aldrei komið til áður. Mig langar að finna á mér af köldu flugvélarauðvíni, það er eini staðurinn þar sem rauðvínið má vera kalt, mér er alveg sama því ég er að fara í frí. Mig langar að fara í ferðalag þar sem hitinn fer yfir 35 gráður á hádegi og ég leita skjóls í skugganum á veitingastað og fæ mér kalt hvítvín með matnum. Mig langar að vera þar sem ég get synt í sjónum og látið öldurnar ýta mér upp að ströndinni og sandinn nudda iljarnar. Mig langar að fá mér síðdegisblund klukkan 4 af því ég verð svo dösuð af hitanum til að vakna svo klukkutíma síðar og gera mig tilbúna til að fara út á borða og upplifa nýja matarmenningu. Mig langar að sitja úti á svölum með kaldan drykk og salthnetur og njóta hitans og dást að útsýninu. Ég fer með blautt hárið á fína veitingastaði því það er of heitt til að geta blásið á sér hárið, þannig að ég er alltaf með blautt hárið á fínum veitingastöðum, en það er allt í lagi því ég er í fríi – og þá eru engar reglur eða kvaðir.

Advertisements

3 thoughts on “Frí

  1. Maríanna says:

    hljómar einum of vel, ég sé þetta alveg fyrir mér 😉 knús til þín elsku frænka!

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s