Besta vinkona mín…

…er ég. Í dag fór Thelma að vinna og ég var ekki búin að plana neitt þannig að ég fór út að hlaupa og eiginlega villtist, að það skuli vera svona erfitt að átta sig á þessu blessaða svæði! Þegar ég var búin að hlaupa skaust ég í sturtu og á Kaffeverket (sama kaffihús og í gær) og fékk mér síðbúinn hádegisverð og las Yrsu í dágóðan tíma. Nú er ég komin heim og búin að elda mér ommelettu og ÆTLA að fara að sofa á skikkanlegum tíma. Bæði svefn og mataræði hafa verið í algjöru rugli, þetta vill oft haldast í hendur. Ég er kannski að borða fyrsta bitann klukkan 14-15 á daginn og svo kvöldmat, svo veit ég ekki hvað ég er búin að taka margar andvökunætur og vaki í rúma 30 tíma, það tekur heldur betur tíma að venjast þessum vinnutíma. Ætli ég verði ekki rétt búin að venjast þessu þegar ég fer svo heim í ágúst.

Núna ætla ég að reyna að halda áfram að lesa Yrsu, en ekki fyrr en ég er búin að ná í þvottinn niður í kjallara, annars myndi ég pissa á mig af hræðslu. Mér er nógu illa fyrir að fara ein þarna niður. Mús? Ég? Já.

Advertisements

5 thoughts on “Besta vinkona mín…

 1. Þetta er mega spennandi bók,hvernig geturu verið svona lengi með hana 🙂 Ég var svo stressuð og hrædd að ég las hana á mettíma.

  En eru búin að skoða myndirnar frá brúðkaupinu hennar Kate moss. Fannst hún svo ofsa fín og allar brúðarmeyjarnar æði.

 2. Haha Yrsa ég þarf alltaf að hætta og jafna mig áður en ég get haldið áfram aftur!

  Ég var búin að sjá einhverjar myndir úr brúðkaupinu hennar og mér fannst brúðarmeyjarnar mjög flottar, brúðarkjóllinn hennar er samt ekki alveg í þeim stíl sem ég er að leita að, en fallegur var hann 🙂

 3. Unnur Tara says:

  Haha Yrsa er best 🙂 En þetta er samt ekki mest scary bókin sem ég hef lesið eftir hana! Þú átt það bara eftir 🙂

 4. Unnur Tara says:

  Ahh jú ég var að hugsa um aðra bók eftir hana 😀 jú þetta er mest scary bókin 😀 haha Never mind 🙂

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s