Í prinsessuleik

Girnilegt bakkelsi – Þessi stúlka hefur e.t.v. staðið í eldhúsinu og bakað en  hún er kvenkyns útgáfa af Jóa Fel ásamt því að vera frænka mín.

Hrikalega flott kaffihús, alveg eftir mínum smekk
Virkilega góður americano varð fyrir valinu

Vinkona mín

Þessar tvær voru mjög hjálplegar í dag

Fallegar eru þær.
Endaði svo daginn á Vapiano og fékk mér dásamlegt carpaccio með ruccola

Fórum í þrjár brúðarkjólabúðir í dag. Fyrsta búðin var í Vasastan og í þeirri verslun voru konurnar bara með sína eigin hönnun og hún var mjög plain (ekki alveg ég). Önnur búðin var mjög falleg og mátaði ég 3 kjóla þar, einn sem stakk upp úr þar, en sú búð var líka annars staðar þar sem voru fleiri kjólar sem eru meira í þeim stíl sem ég er að leita eftir þannig að ég ætla aðeins að kíkja þangað líka. Ég var samt svo reið fyrst  út í afgreiðslukonuna í búð nr. 2. Ég kem inn og bið hana um aðstoð, hún sýnir mér einn kjól og fer svo aftur að fletta í einhverri bók við afgreiðsluborðið. Ég get verið fljót upp (eins og þeir sem þekkja mig vita) og ræski mig almennilega og spyr hvort ég sé mikið að trufla hana með að biðja hana um hjálp?(!) Ég var ein í búðinni btw, hún varð pínu vandræðalega og sagði nei og var hjálpleg eftir þetta litla skot mitt. Mér finnst algjört lágmark að fá FRÁBÆRA þjónustu í svona verslunum, manni á að líða eins og maður sé fyrsta konan sem giftir sig og sé sú allra mikilvægasta í heiminum, þetta er stærsta ákvörðun sem ég tek hvað fataval varðar og þá vil ég enga djöfulsins hotten totta háttsemi í minn garð, pardon my french.
Þriðja búðin var svo, tjahh.. hvernig á ég að orða þetta – Hagkaupsverslun með brúðarkjóla. Ég gekk hratt í gegnum þá búð ” ljótt – plastlegt – ljótt – tannlæknahvítt- ójj – nei takk”.

Fyrsti kjóllinn sem ég mátaði á mánudaginn stendur ennþá efst upp úr, hann er ekki af þessum heimi, hann er gerður af englum og nunnum sem hafa aldrei saumað aðra flík eftir þennan kjól því allt annað fölnar í samanburði við hann. Hann er að sjálfsögðu dýrastur, alveg “haltukjaftudýr” eins og ég sagði við mágkonu mína, en fólk verður þá bara að koma með nesti í brúðkaupið, því ef ég finn engan annan sem lætur mig fá þennan fiðring í magann þá verður þessi kjóll keyptur, það er einfaldlega þannig. Ég ætla ekki að “settla” þegar kemur að þessum degi, ég fékk hinn fullkomna mann og þá passar ekkert annað en hinn fullkomni kjóll.

Advertisements

3 thoughts on “Í prinsessuleik

  1. Maríanna says:

    Gangi þér vel elsku Ástríður í brúðarkjólaleit, svo fegin að hafa sleppt þessu öllu saman! 😉

  2. Anonymous says:

    oooo.. en ótrúlega skemmtilegt að vera í brúðarleiðangri 😉 trúi ekki öðru en fullkomni kjóllinn sé FÁRANLEGA FLOTTUR og ég fer pottþétt að grenja þegar ég sé þig í honum 😉 hehehe.. knús á þig elska :** <3<3

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s