To hell and back

Ég er búin að liggja eins og þetta litla grey síðasta sólarhringinn og loksins líður mér betur

Úff hvar á ég að byrja?! Ég vakna sem sagt upp úr hádegi í fyrradag og var voðalega bumbult og fannst eins og ég þyrfti að æla, stuttu seinna varð það raunin og ég hætti ekki í 6 klukkutíma. Í 3 klukkutíma herpist ég bara sundur og saman þar sem ekkert var eftir til að kasta upp, ég hélt á tímabili að ég væri að fá hjartaáfall af áreynslunni. Ég gat ekki drukkið einn vatnssopa án þess að hann kæmi til baka. Eftir fimm klukkustundir af þessu helvíti var ég byrjuð að stífna upp í fótunum og fannst eins og ég væri með stanslausan sinadrátt, í lokin gat ég ekki beygt lappirnar eða hreyft tærnar, þá varð ég pínu hrædd. Þegar ég komst svo loksins upp á spítala eftir að hafa hringt á sjúkrabíl (því ég gat ekki gengið) þá fékk ég vöðvaslakandi og tvo lítra af næringu í æð og þarna lá ég til klukkan að verða 2 um nóttina en þá útskrifaði læknirinn mig eftir að hafa tekið blóðprufu og séð að ég hafði “bara” fengið magavírus. Ég var reyndar með mjög lágan blóðþrýsting 85/40 – en það er ekki svo óeðlilegt miðað við það sem á undan var gengið. Þegar ég kom heim var ég með mikinn hita en núna líður mér bara nokkuð vel og ætti að komast á ról sem fyrst. Ég er allavega farin að drekka kaffi, en það get ég ekki þegar ég er veik og því er það nokkuð gott merki finnst mér.

Sú sem á skilið óskarinn fyrir sína frammistöðu í þessu öllu saman er Thelma Hrund, sambýlingur og vinkona mín með meiru. Hún hélt hárinu aftur, nuddaði á mér fæturna, gaf mér að drekka, sat við sjúkrarúmið á meðan ég svaf og var mér innan handar í þessu öllu saman, ég hefði örugglega skriðið út á svalir og híft mig yfir handriðið ef hún hefði ekki verið hér til að hugga mig og hjálpa mér, ég þarf sko að launa henni þetta einhvern veginn, á bara eftir að hugsa hvernig er best að gera það.

Þetta hafa verið erfiðir sólarhringar, bæði líkamlega og andlega. En það sem drepur mann ekki styrkir mann… I guess. Vonandi fæ ég eitthvað að njóta sólarinnar í dag og vonandi kemst ég í vinnuna á laugardaginn.

Puss och kram!

6 thoughts on “To hell and back

 1. . says:

  Gott að heyra! Örugglega erfitt að vera í útlandinu í burtu frá öllum þegar að maður verður mikið lasin. Batakveðjur til þín og vonandi færðu að sóla þig í góða veðrinu 🙂

  kv. Eva Laufey

 2. Anonymous says:

  Jiiii… elskan mín, ekkert ömurlegra en að vera lasin 😦 … Baráttukveðjur til þín sæta mín, heyrumst svo fljótlega 😉 <3<3 kv. BeggaKummer

 3. Anonymous says:

  Ææ elsku gull! Þetta hljómar alls ekki vel, ég varð einmitt svona veik líka útí DK og Svava stóð sig eins og hetja. Það er svo gott að eiga góða að.

  Sendi þér góða strauma,

  Hebson

 4. Anonymous says:

  Úff svakalegt að heyra! Vonandi ertu að hressast og rífur þetta alveg úr þér sem fyrst. Þetta hefur verið enginn smá magavírus!
  Knús!

  kv. Auður J.

 5. Unnur Tara says:

  Gott að þér líður betur! ég hló upphátt útaf svölunum 😀 haha
  Heppin að Thelma var hjá þér 🙂

 6. Anonymous says:

  Jesússsssss það vantar ekki, OMG aumingja þú elsku dúllan mín!!! Gott að þú ert öll að koma til og gott að hún Thelma þín hugsaði svona vel um þíg:* Knús á þig dúllan mín:*

  KV Steinunn Sólbrenda;)

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s