Velkomin sól

Ég nýtti tækifærið á meðan ég er ein heima að taka svona vandræðalegar sjálfsmyndir.

Eftir regn og ský er loksins komin sól, það birtir alltaf upp um síðir er það ekki? Ég vaknaði klukkan eitt, enda ekki komin heim í nótt fyrr en um 4 og sofnuð rúmlega 5. Ég fór beint út á svalir og er búin að liggja þar eins og skata og lesa bókina eftir Yrsu sem ég hef ekki þorað að halda áfram með hingað til, en það er best að lesa hana í sólbaði hef ég komist að – enda ekki líklegt að verða hræddur við drauga eða annað sem felur í sig í myrkrinu um hábjartan dag með sólina hátt á lofti. Ég klæddi mig til að fara út í búð og kaupa í matinn handa mér og Thelmu þegar hún kemur heim eftir ca. klukkutíma, ég reyndar labbaði bara út með pulsur (já PULSUR) og pulsubrauð, nenni ekki að svitna við eldavélina í svona veðri. Ég er að vinna næst á laugardaginn og á morgun er base fundur í vinnunni og eftir það ætlum við að gera eitthvað skemmtilegt saman, það verður virkilega skemmtilegt!

Advertisements

2 thoughts on “Velkomin sól

  1. bobborobb – hér er allt að gerast! 😉
    en það er nú alltaf gaman að sjá þitt fagra fés hér inni…
    ég hlakka líka sjúklega til að fá niðurstöður af kreminu hér að neðan. sjúklega!

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s