Hitt og þetta

Ég er svo pirruð á því að netið í tölvunni minni skuli ekki virka, ekkert fyndið hvað maður er orðinn háður nettenginu. Í dag vaknaði ég kl. hálfníu til að þvo nokkrar þvottavélar og Svenni sefur ennþá – ætli ég fari ekki að vekja gæskinn rétt bráðum – mig langar að fara og fá mér soya latte.

Ég er pínu óviss ennþá hvort ég komi til með pósta færslum úr símanum mínum hingað inn, ég vil eiginlega ekki setja neinar aðrar myndir hérna inn en úr myndavélinni minni, finnst ég annars vera að “menga” bloggið með lélegum myndum..haha..Þetta er stór ákvörðun sem þarfnast vandlegrar íhugunar 😉

Í gær fórum við á veitingastað sem heitir Riche og fengum okkur bjór og rauðvín til að hita okkur eftir úrhellisrigningu dagsins og við ákváðum að panta okkur borð þar í kvöld, verður gaman. Eftir drykkina í gær fórum við í bíó á Hangover II sem er nákvæmlega eins og fyrri myndin og þegar við komum heim vorum við svo löt að við fengum okkur aftur kebab, haha…

Í dag fæ ég svo rosterinn minn (vaktaplanið) fyrir júlí, verður gaman að sjá hvert ég verð að fljúga.

Jæja þið fáið gamlar myndir úr tölvunni hans Svenna fyrst að ég get ekki bloggað úr minni tölvu…

Dökkhærð á Snæfellsnesi árið 2008

Ástfangin á Tenerife 2008

Ættarmót í Vestmannaeyjum 2008
Advertisements

3 thoughts on “Hitt og þetta

  1. Anonymous says:

    Hafið það nú dásamlegt elskurnar mínar! Kisi er orðin svaka huguð, kom í heimsókn á pallinn í fyrrakvöld og fékk kjúkling hjá ömmu sinni voða sæl, kom svo í heimsókn í gærmorgun og þvældist um allt hús enda var Röskva sofandi! Njótið lífsins darling´s!!! Love ma eða tengdó

  2. Það er gott að vita að kisi hefur það gott 🙂 Takk fyrir að hugsa svona vel um hana! ;*

    Dagný ég hefði sko ekkert á móti Tenerife núna !!

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s