Vinna

Einn ís á dag kemur skapinu í lag og línunum í ólag.

Í fyrramálið er það rise and shine kl. 4.30 og langir tveir vinnudagar framundan, en ég er ánægð að fara í vinnuna eftir 9 daga frí og standby. Ég fór í dag í thailenskt nudd, og það var sko veeeel þegið! Nuddstofan er hér bara rétt handan við hornið, eins og reyndar flest annað hérna þar sem við búum. Svo þegar ég var búin í nuddinu þá gekk ég eiginlega bara í fangið á Thelmu og við eyddum restinni af deginum í að labba um götur Stockholms, fórum í búðir og fleira skemmtilegt. Við heyrumst annað kvöld kæru vinir, þá frá Oslo.

P.s. Ég verð eiginlega að viðurkenna það að ég er pínu sár yfir því hvað þið eruð léleg að kommenta hérna. Ég eyði frekar miklum tíma í þetta blogg og að vissu leyti er ég að þessu fyrir sjálfa mig, en ég nenni ekki að standa í þessu ef ég fæ ekkert tilbaka. Þið eruð mun fleiri sem kíkið hérna inn en ég get ímyndað mér að ég þekki, þannig að það væri gaman að fá að “heyra” smá frá ykkur… Og núna er ég hætt að væla. Takk. Bless!

Advertisements

19 thoughts on “Vinna

 1. Anonymous says:

  skemmtilegar myndir! og skemmtileg blogg! vei vei!! ekki vera sár, þú ert að gera góða hluti 🙂

  kv. ein af þessum sem þú þekkir ekki en kíkja samt af og til hingað inn 🙂

 2. Mamma says:

  Kemur vælubílinn brummm brummm ég les þetta mjog oft en commentera kannski ekki alltaf gangi þér vel í fluginu darlingið mitt. Er að passa prinsessuna núna knús á þig :O)

 3. Anonymous says:

  Þú ert algert tískugúru og gaman að fylgjast með þér. Þú ert örugglega með fullt af “followers” sem ekki þora að tala. Haltu þessu áfram.

 4. Anonymous says:

  ég kíki inn og kommenta aldrei…sorry sæta gaman að fylgjast með þér
  kv Sigga Gunn

 5. Anonymous says:

  Kæra Ástríður,
  Þú er einn skemmtilegasti face – vinur sem ég á- þú greinilega nýtur lífsins og miðlar mörgum skemmtilegum hlum til okkar hinna. Einnig þorir þú að segja þínar skoðanir þegar eitthvað brennur á þér.
  Kveðja að vestan
  Guðný Sig

 6. Maríanna says:

  nú er ég komin með samviskubit yfir kommentleysi, en gott að gefa manni smá spark í rassinn! elska bloggin þín, þú ert frábær-fyndin-og-fabjúlöss. Love á þig elsku frænka 😉

 7. æji sorrý! ég veit hvað það er leiðinlegt að blogga, taka myndir og brasa og fá svo ekkert come back.
  ég reyni að vera dugleg að kvitta fyrir mig en viðurkenni að upp á síðkastið hef ég verið löt! :/

  ég elska bloggið þitt!
  elska myndirnar og hvað þú segir mikið frá því hvernig lífið er úti.
  plús það þá ertu hot 😉

 8. strawberry cheesecake ísinn er guðdómlegur
  OMG hvað ég þrái hann núna 🙂

  Gangi þér vel í háloftunum *

 9. Sven Ingvars says:

  Vildi bara segja að ég les bloggið þitt, vona að ég verði ekki laminn þegar ég kem út til þín fyrir að hafa ekki verið duglegur að kommenta 🙂

 10. Magga :) says:

  hahaha… vel orðað! nema ég hef reyndar látið í mér heyra síðustu daga.. strax eftir að ég tala við ykkur á skype! haha 😉

 11. Anonymous says:

  Ég les alltaf bloggið þitt.. Mér finnst þú svo skemmtileg, og upplífgandi! Kommenta samt sem áður aldrei

  Kveðja Ólöf frá Patró

 12. Anonymous says:

  Ég les sko alltaf bloggið þitt, elska það og elska þig og elska það sem þú ert að gera. Lots of love…..enda ég í skýjunum eftir geggjaða gæsun, söknum þín vinkona.
  þín Kristín Brynja

 13. Anonymous says:

  Ég les á hverjum degi, samt nýbyrjuð að fylgjast með þér en mér finnst þú ótrúlega skemmtilegur penni og þrátt fyrir að þekkja þig ekki neitt þá finnst mér þú ógesslega hress og ímynda mér að það sé mjög gaman að vera í kringum þig og það geislar alveg frá þér hvað þú ert frábær!!! Ekki hætta blogginu því við erum greinilega mörg/margar sem fylgjumst nafnlaust með þér og höfum gaman af 🙂

 14. Anonymous says:

  hæ hæ, ég kíki reglulega hingað inn en hef aldrei kommentað áður. Mjög gaman að skoða bloggið þitt þó svo að ég þekki þig ekki neitt 🙂 Gangi þér allt í haginn í útlaninu.

  Kveðja, Ester

 15. Unnur Tara says:

  Ég skoða þetta aldrei þannig ekki vera reið við mig!! Djók ég er alltaf að kíkja hingað 🙂 Mjög gaman að fylgjast með öllu sem þú gerir 🙂

  Lovja :**

 16. Anonymous says:

  ég kíki reglulega á þig- alltaf gaman:) er líka að luva myndavélina þína

  kv. Sigga Marta

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s