Gamlir vinir

Maria og ég

Alexander að fylla nýju sundlaugina sem hann fékk í tveggja ára afmælisgjöf um daginn

Í dag er skýjað, fullkominn þvottadagur með öðrum orðum. Við Thelma höfum ekki ennþá nennt að fara niður í þvottahús, en ég held að við getum ekki dregið það mikið lengur. Í gær prófaði ég að sofa með auka kodda og hnífarúmið skánaði aðeins, þannig að ég vaknaði nokkurn vegin úthvíld.

Í gær fór ég í heimsókn til Mariu sem er sænsk æskuvinkona mín. Við erum búnar að vera vinkonur síðan ég var 4 ára gömul. Við vorum óaðskiljanlegar á meðan ég bjó í Svíþjóð og svo höfum við alltaf náð að halda sambandi með bréfaskrifum og heimsótt hvor aðra á sumrin. Það er í raun ótrúlegt að sambandið hafi náð að haldast miðað við hvað ég var ung þegar ég flutti heim – þá kvöddumst við á stórum steini, ótrúlega dramatískt og sorglegt allt saman 😉 En í gær heimsótti ég hana í nýja húsið hennar sem hún og kærastinn hennar og sonur hennar eru nýbúin að fá afhent, verður rosa fínt hjá þeim.

Við heyrumst kannski seinna í dag lovers.

Advertisements

2 thoughts on “Gamlir vinir

  1. MAMMA says:

    Þið eruð bara flottar :O) Ég gleymi því seint þegar að þið kvöddust þarna 1989 var eins og væri verið að leiða ykkur í gasklefann þið grétuð svo.Ekki vorum við Lotta betri ótrúlega fyndið :O)

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s