Heimþrá…

… ég finn ekki fyrir henni, ekki einu sinni pínulítið. Ég veit ég er bara búin að vera hér í rúma viku en ég veit að ég á eftir að vera hér í 3 mánuði og það vekur bara hjá mér vellíðunartilfinningu frekar en hitt. Ég sakna auðvitað Svenna, en söknuður er ekki það sama og heimþrá. Það hræðir mig smá að mig langi ekkert að vera á Íslandi, mér líður mjög vel hérna í Stockholmi – eflaust ýmislegt heima sem stuðlar að þessari tilfinningu.

Þetta er stórborg en samt þægileg borg. Ég er svo ánægð að hafa tekið ákvörðunina um að koma hingað út, fara út fyrir þægindarammann og ekki festast í sömu rútínunni bara af því að það vekur hjá manni visst öryggi.
Ég hafði ekki áhuga á því að vinna á skrifstofu í sumar, ég var ekki tilbúin að hella mér út í eitthvað námstengt alveg strax þó ég hefði auðvitað grætt meira á því námslega séð að vinna hjá Sýslumanni, lögfræðisviðum bankanna eða þ.u.l. – ég nenni ekki alveg strax að byrja í þessu framakapphlaupi sem á sér stað heima, mér er alveg sama þó ég eigi ekki ennþá stjörnum prýdda ferilskrá – í alvöru- ég á, ef Guð lofar, allt lífið framundan til að byggja mér upp feril og svitna yfir pappírsvinnu á yfirvinnukaupi. Í sumar ætla ég að njóta smá frelsis, fara í pick nick helst oft í viku, fá heimsóknir frá þeim sem ég elska, drekka vín í sólinni og vera áhyggjulaus. Svenni kemur út eftir 10 daga og þá gæti þetta ekki orðið betra.

Advertisements

6 thoughts on “Heimþrá…

  1. Þú ert yndi, alltaf svo jákvæð 🙂
    Og njóttu þess að vera úti – held að flestar skvísur vildu vera í þínum sporum einmitt núna**

  2. Magga says:

    Heyr heyr vinkona góð!!!
    Þetta sumar mun vera FAB and you know it! 😉
    Hvað þá þegar ég kem í heimsókn ..awúhú!

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s