Kýpur

Crewið og co-pilotinn

GAMAN

Glöð stelpa á Kýpur í 27 stiga hita

Já, það sem ég sá og upplifði af Kýpur, hehe..

Jæja, þá er ég komin til baka frá Kýpur. Enn einn skemmtilegur vinnudagur með ótrúlega skemmtilegu og indælu samstarfsfólki, þetta er erfitt en ó svo skemmtilegt. Þá er 2. æfingarflugið búið og það 3. og síðasta á morgun, en það er stutt flug til Króatíu. Ég fékk að sitja í flight deckinu í flugtaki og lendingu og VAAAAAAAAÁÁÁÁ! Ég sat stjörf af hrifningu. Ég sver það ég hef aldrei áður komið heim til mín eftir svona langan og erfiðan vinnudag BROSANDI. Ég veit ekki alveg hvað það er en ég er svo glöð með þetta, það hefur kannski einhver smyglað prozac í vatnið mitt, hlýtur að vera 😉 Ég er með svolitla “flugriðu”, fæturnir ansi þrútnir, svo ég tali nú ekki um magann (ég hefði örugglega geta logið því að ég væri komin 5 mánuði á leið í gærkvöldi) og svo er ég líka pínu ringluð, hehe… Jæja ég ætla að fá mér kvöldmat og ætli ég noti svo ekki kvöldið bara í að hvíla mig, þetta er mikið álag á líkamann, sérstaklega til að byrja með.

Love xx.

Advertisements

4 thoughts on “Kýpur

 1. MAMMA says:

  Gaman að heyra að þetta leggist vel í þig darlingið mitt. Sé að þú hefur verið í dag með Jonnu og Fredrik ekki leiðinlegt. Bið að heilsa öllum knús og kram

 2. Benedikta says:

  Snilld! Ég lenti á Kýpur einum degi á eftir þér ;D Mæli með að stoppa hérna einhvern tímann ef þú hefur tækifæri til, alveg frábær eyja 🙂 Gaman að heyra að vinnan þín sé svona skemmtileg, það eru algjör forréttindi að koma heim brosandi úr vinnunni eftir langan og strangan vinnudag 🙂

  Gangi þér vel skvís 🙂

 3. Já er það? En gaman :)Með hvaða flugfélagi flaugstu?
  Já það er aldrei að vita nema maður fari í smá frí 🙂

  Kveðja,
  Ástríður

 4. Benedikta says:

  Gleymdi mér aðeins í að svara! Ég flaug hingað með EasyJet 🙂

  Kv.
  Benedikta

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s